is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44092

Titill: 
  • Markaðsstjóri er ekki bara markaðsstjóri
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag hefur verið að taka miklum breytingum á undanförunum áratug og á það ekki síst við í sölu- og markaðsþróun. Nánast hvar sem litið er í dag má finna markaðssetningu með einum eða öðrum hætti. Tilkoma stafrænna miðla og aukið áreiti hefur einnig orðið til þess að mjög erfitt er að koma með einhverjar nýjungar og skapa sér þá sérstöðu sem fyrirtæki þarf til að lifa af á markaði. Þau þurfa því að markaðssetja sig á nýjan hátt og nota til þess alla þá miðla sem bjóðast. Á bakvið markaðssetningu leynist fjöldinn allur af sérfræðingum á sviði markaðsfræði og stjórnunar. Umfang starfs þessara sérfræðinga er mun meira nú til dags, meðal annars vegna tilkomu áðurnefndra stafrænna miðla. Þessir sérfræðingar eru oft titlaðir markaðsstjórar og markaðsstjórastarfið krefst sköpunargáfu jafnt sem mikillar skipulagningar og halda markaðsstjórar mörgum boltum á lofti í einu og hafa ólík hlutverk. Tilgangur þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn inn í störf markaðsstjóra á íslenskum vinnumarkaði og hvernig þeim finnst best að skipuleggja sig í störfum sínum. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast dýpri skilning á starfi markaðsstjóra og fanga betur umfang markaðsfræðinnar í gegnum markaðsstjóra sem starfa við viðfangsefnið. Eftirfarandi rannsóknarspurning lá til grundvallar rannsókninni: Hvað einkennir störf markaðsstjóra á íslenskum vinnumarkaði, hverjar eru helstu áskoranirnar og hvaða leiðir nýtast best í skipulagningu daglegs starfs? Framkvæmd var eigindleg rannsókn og tekin voru djúpviðtöl við tíu markaðsstjóra á íslenskum vinnumarkaði sem starfa hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, bæði í einka- og opinbera geiranum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að markaðsstjórar upplifa að starfið sé fjölbreytt og að mikil áskorun sé að afla sér sérþekkingu á því sviði sem starfið liggur. Að auki komu fram upplýsingar um skipulag og stjórnunarstíl markaðsstjóranna og að þeim finnst best að skipuleggja sig með því að nota einhvers konar stafræn forrit. Einnig að þeir telja markaðsáætlanir mikilvægar í starfi sínu og þeir líta á sig sem leiðtoga frekar en stjórnendur. Markaðsstjórarnir telja viðburði vera vanmetna til þess að ná árangri í störfum sínum, bæði á þeirra vegum sem og ráðstefnur utan fyrirtækisins. Að lokum lýsa markaðsstjórarnir mikilvægi stafrænna miðla og segja frá leiðum sem þeir fara til þess að nýta þau tól sem best.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-RO-2023.pdf528,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_5352.jpg211,42 kBLokaðurYfirlýsingJPG