is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44093

Titill: 
  • Óvissa markaðsaðila og afstaða til peningastefnu: Veitir dreifing svara í könnun markaðsaðila upplýsingar um óvissu um verðbólguþróun og beitingu peningastefnunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Seðlabanki Íslands hefur ársfjórðungslega kannað afstöðu markaðsaðila á Íslandi til verðbólgu, gengis og vaxta síðan árið 2012. Þessi könnun hefur veitt bankanum mikilvægar upplýsingar um gengi peningastefnunnar á hverjum tíma. Á sama tíma og miðsækni svara veitir greinendum mikilvægar upplýsingar um væntingar markaðsaðila að meðaltali getur dreifing svara mögulega veitt upplýsingar um þá óvissu sem ríkir um þróun hverrar stærðar á hverjum tíma.
    Í þessari ritgerð eru gögn um dreifingu svara úr könnuninni notuð til að útbúa þrjá óvissuvísa sem ætlað er að fanga afstöðu markaðsaðila til verðbólguþróunar og beitingu peningastefnunnar. Notaðar eru spurningar um væntingar til verðbólgu og meginvaxta til mislangs tíma, þ.e. 1-4 ársfjórðungar, 12 mánuðir, 24 mánuðir og 5 ár. Sem mælikvarða á dreifingu svara eru notuð bæði staðalfrávik og heildardreifing, sem er munur á hæsta og lægsta gildi. Gögnin eru fengin frá Seðlabanka Íslands. Frumþáttagreining er framkvæmd á mælikvörðum á dreifingu í svörum markaðsaðila. Útbúinn er einn vísir eingöngu út frá spurningum um verðbólgu, annar út frá spurningum um meginvexti og sá þriðji út frá spurningum um bæði verðbólgu og meginvexti. Vísarnir eru að lokum bornir saman við aðrar vísbendingar um óvissu og þær stærðir sem þeim er ætlað að fanga óvissu um.
    Helstu niðurstöður frumþáttagreiningarinnar eru þær að dreifing svara markaðsaðila í væntingakönnun gefur upplýsingar um óvissu í væntingum markaðsaðila gagnvart verðbólguþróun og beitingu peningastefnunnar. Meiri óvissa meðal markaðsaðila tengist meiri dreifingu í svörum þeirra.
    Þær vísbendingar og stærðir sem fanga óvissu sem teknar eru fyrir í þessari ritgerð eru fjármálaskilyrðavísir, fimm ár eftir fimm ár, meginvextir, verðbólga, óverðtryggður- og verðtryggður vaxtamunur. Helstu niðurstöður samanburðar óvissuvísanna og vísbendinganna hér að ofan eru þær að verðbólguóvissuvísirinn gefur til kynna að Seðlabanki Íslands þarf að halda fimm ára verðbólguálagi eftir fimm ár við verðbólgumarkmið sitt þar sem sterk jákvæð fylgni er á milli óvissu markaðsaðila og verðbólguspá aðila skuldabréfamarkaðar. Meginvaxtaóvissuvísirinn og verðbólgu- og meginvaxtaóvissuvísirinn hafa meðalsterka fylgni við verðbólgu og benda niðurstöður til þess að Seðlabankinn þurft að vera skýrari um ætlanir sínar, beita framsýnni leiðbeiningum þegar verðbólga eykst, frekar en þegar verðbólga er lægri, til að draga úr óvissu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hao_BS-ritgerð.pdf2,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf323,5 kBLokaðurYfirlýsingPDF