Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44098
Í þessari ritgerð verður fjallað um lögbundinn lífeyrissparnað. Farið verður yfir helstu hugtök lögbundins lífeyrissparnaðar, kosti þeirra og þau atriði sem þarf að vita til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvaða greiðsluleið hentar hverjum og einum einstaklingi best. Könnuð verður þekking fólks á viðfangsefninu sem verður nýtt til þess að sýna fram á tækifæri lífeyrissjóðanna til að auka fræðslu til almennings og sækja þar með fleiri sjóðfélaga. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þetta mikilvæga málefni og var það kveikjan að ritgerð minni, en ég sá sóknarfæri í því að nýta áhuga minn á viðfangsefninu. Taldi ég nauðsynlegt að afla mér aukinnar þekkingar á þessu sviði með það að leiðarljósi að innihald ritgerðarinnar gæti nýst jafnt mér sem og lesendum ritgerðarinnar í náinni framtíð.
Til þess að kanna almenna þekkingu fólks á lögbundnum lífeyrissparnaði framkvæmdi ég netkönnun þar sem nokkrar spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur um viðfangsefnið. Könnunin var framkvæmd með það að markmiði að rannsaka hversu mikil þekkingin væri meðal fólks á aldursbilunum 20 ára eða yngri, 21-25 ára, 26-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára, 51 árs eða eldri, og komast að því hvort tækifæri væri til staðar fyrir lífeyrissjóði að leggja meiri orku í fræðslu og upplýsingaöflun til almennings.
Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að þekkingar á viðfangsefninu var ábótavant hjá miklum meirihluta þátttakenda. Þekkingin fór almennt vaxandi eftir því sem þátttakendur voru eldri og voru karlar oftar með meiri þekkingu hlutfallslega heldur en konur.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Þekking fólks á lögbundnum lífeyrissparnaði.pdf | 1,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Aníta-Yfirlýsing.pdf | 736,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |