is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44099

Titill: 
  • Fólk á hlaupum í innkaupum : Samband stýrivaxta Seðlabanka Íslands og heildarveltu innlendra greiðslukorta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um Seðlabanka Íslands og peningastefnunefnd og hlutverk hennar. Markmið peningastefnunefndar er að stuðla að settu markmiði um verðstöðugleika en verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%. Peningastefnunefnd getur beitt ýmsum stjórntækjum til að ná settu marki en stýrivextir eru helstir þeirra. Í þessari ritgerð verður lögð sérstök áhersla á stýrivaxtabreytingar yfir tveggja áratuga tímabil, frá árinu 2002 til 2022. Einnig verður komið inn á trúverðugleika sem er mikilvægt atriði þegar greina á velgengni peningastefnu. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort stýrivextir hafi áhrif á neyslu almennings. Slíkt er gert hér með því að kanna samband á milli stýrivaxtabreytinga og heildarveltu innlendra greiðslukorta. Helstu niðurstöður eru að breytingar á stýrivöxtum hafi ekki stórfelld áhrif á heildarveltu innlendra greiðslukorta. Núvirt greiðslukortavelta sýnir nokkuð stöðuga þróun. Greiðslukortavelta miðað við vísitölu launa sýnir neikvæða breytingu milli ára. Jákvæður kaupmáttur spilar stóran þátt í breytingu á heildarveltu miðað við launavísitölu í desember 2022. Væntingar einstaklinga um framtíðar verðbólgu og horfur í efnahagsmálum næstu misseri hafa meira um málið að segja en einungis stýrivaxtaákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Þetta gefur vísbendingu um að framtíðarhorfur og trúverðugleiki peningastefnu gegni mikilvægu hlutverki um það hver áhrif af stýrivaxtabreytingum verða.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Agla Bruun Garðarsdóttir - Lokaritgerð.pdf1.4 MBLokaður til...24.06.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf172.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF