Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44101
Bakgrunnur: Húðin er stærsta líffæri líkamans og hefur margvíslegum hlutverkum að gegna. Psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem birtist í húð og liðum. Sjúkdómurinn er talinn hrjá um 2% fólks á heimsvísu, en 11% í Skandinavíu og má rekja hann til erfða í um 70% tilfella. Í sjúkdómnum er ónæmiskerfið ofvirkt og gegna T-frumur aðalhlutverki í þróun sjúkdómsins. Einkenni psoriasis geta verið rauð hreistruð útbrot, kláði og verkir. Psoriasis er talinn hafa sterk tengsl við ýmsa fylgisjúkdóma eins og háþrýsting, ofþyngd, hækkaðar blóðfitur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og geðræna kvilla. Rúmlega 70% einstaklinga með psoriasis eru með að minnsta kosti einn fylgisjúkdóm. Meðferðir eru mismunandi og notaðar með tilliti til mismunandi birtingarmyndar psoriasis. Ekki er til lækning við sjúkdómnum heldur beinast meðferðir að því að halda sjúkdómnum í skefjum. Líðan einstaklinga með psoriasis er mismunandi og getur verið háð alvarleika einkenna. Einkenni geta haft áhrif á daglegt líf og hvernig einstaklingurinn tekst á við sjúkdóminn. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að fá fram áhrif psoraisis á andlega vanlíðan hjá einstaklingum og veita viðeigandi stuðning, fræðslu og upplýsa um úrræði.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að gera grein fyrir sjúkdómsmynd með tilliti til meðal annars ónæmisfræði og fylgisjúkdóma psoriasis. Einnig er tilgangurinn að fara yfir niðurstöður rannsókna er varða áhrif sjúkdómsins á andlega líðan og lífsgæði.
Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin leit í gagnabanka PubMed þar sem leitað var eftir megindlegum og eigindlegum rannsóknum á ensku sem komu út á árunum 2013-2023. Gerð var fræðileg samantekt á megindlegum rannsóknum. Rannsóknarspurning var mótuð eftir PICOTS viðmiðum og henni svarað.
Niðurstöður: Samtals uppfylltu 16 megindlegar rannsóknir inntökuskilyrðin. Í niðurstöðum kom fram að tengsl eru á milli alvarleika psoriasis og lífsgæða, sem og þunglyndis. Niðurstöður sýndu að upplifun kvenna af sjúkdómnum væri verri en hjá körlum. Einstaklingar með psoriasis eru líklegri til þess að reykja og neyta áfengis sem leiðir til versnunar á sjúkdómsástandi.
Ályktun: Af niðurstöðum má draga þá ályktun að psoriasis hefur áhrif á andlega líðan og lífsgæði. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með psoriasis eru í aukinni hættu á að þróa með sér þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir borið saman við fólk sem þjáist ekki af sjúkdómnum. Því er nauðsynlegt að hjúkrun þessara einstaklinga sé alhliða umönnun sem tekur bæði á líkamlegum og andlegum þáttum psoriasis.
Lykilorð: Psoriasis, sóragigt, andleg líðan, lífsgæði.
Background: The skin is the largest organ in the body and has many functions. Psoriasis is an autoimmune disease that manifests itself in the skin and joints. The disease is considered to affect about 2% of people worldwide, but 11% in Scandinavia. It can be attributed to heredity in about 70% of cases. In the disease, the immune system is overactive and T-cells play a major role in the development of the disease. Symptoms of psoriasis can include a red scaly rash, itching and pain. Psoriasis is believed to have a strong relationship with various comorbidities such as hypertension, obesity, elevated blood lipids, diabetes, cardiovascular disease and psychiatric complications. More than 70% of people with psoriasis have at least one comorbidity. Treatments vary and different treatments are used depending on the various manifestations of psoriasis. There is no known cure for the disease but treatments are aimed at keeping the disease under control. The condition of individuals with psoriasis varies and may depend on the severity of symptoms. Symptoms can affect daily life and how the person copes with the disease. Nurses are in a key position to recognize the impact of psoriasis on mental health and provide appropriate support, education and information on resources.
Purpose: The purpose of this literature review was to describe the pathogenesis with regards to immunology and comorbidities of psoriasis. Also to gather the results of studies on its effects on mental health and quality of life.
Method: A systematic search was conducted in the PubMed database, looking for quantitative and qualitative studies in english published in the years 2013-2023. A literature review of the quantitative studies was made. A research question was formulated according to PICOTS criteria and answered.
Results: A total of 16 quantitative studies met the inclusion criteria. The results showed that there was a relationship between the severity of psoriasis and quality of life, including depression. Results showed that women experience the disease worse than men. Individuals with psoriasis are more likely to smoke and consume alcohol, which leads to worsening of the disease.
Conclusion: In conclusion, psoriasis affects the mental health and quality of life of individuals with the disease. Studies have shown that individuals with psoriasis had increased risk of developing depression, anxiety and suicidal thoughts compared to the general population. It is therefore essential that the care of these individuals is comprehensive and addresses both the physical and mental aspects of psoriasis.
Keywords: Psoriasis, psoriatic arthritis, mental health, quality of life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-psoriasis-HSH-LEH-TKS.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing-fyrir-Skemmu.pdf | 420.33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |