is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44105

Titill: 
  • Óstöðugleiki rafmynta. Hvað olli falli rafmynta 2022?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rafmyntir voru okkur fyrst sýnilegar árið 2009 þegar Satoshi Nakamoto gaf út Bitcoin í kjölfarið á heimskreppunni á þeim tíma. Á síðasta áratug hafa vinsældir rafmynta aukist gífurlega og virði þeirra verið mjög óstöðugt síðustu ár. Upprunalega markmiðið með útgáfu Bitcoin var að eyða út miðstýringunni sem fylgir hefðbundnum gjaldmiðlum og breyta því hvernig verðmæti og eignir færast á milli einstaklinga og fyrirtækja án aðkomu stjórnvalda eða banka. Bitcoin náði fljótt vinsældum á meðal þeirra sem höfðu áhuga á möguleikanum að verða alþjóðlegur og dreifður gjaldmiðll. Með tímanum urðu til fleiri rafmyntir og það var ekki fyrr en 2015 þegar ein merkilegasta þróun í sögu rafmynta átti sér stað, Ethereum-bálkakeðjan var kynnt til leiks. Ólíkt Bitcoin sem var fyrst og fremst hannað fyrir fjármálaviðskipti þá var Ethereum búið til sem vettvangur til þess að byggja upp dreifð forrit (dApps) með því að nota snjalla samninga (e. smart contract).
    Í dag eru þúsundir mismunandi rafmynta í umferð, þar sem það er alltaf verið að búa til nýjar. Þrátt fyrir að Bitcoin sé enn þekktasta og verðmætasta rafmyntin, hafa aðrar náð miklum vinsældum eins og t.d Ethereum, Binance Coin og Dogecoin. Notkun rafmynta hefur einnig stækkað út fyrir svið fjármála og tækni þar sem t.d listamenn og tónlistarmenn hafa notað rafmyntir til þess að selja verk sín án aðkomu milliliða. Einnig eru mörg fyrirtæki sem taka við rafmyntum sem greiðslu fyrir vörur og þjónustu.
    Þrátt fyrir marga kosti og framfarir í rafmyntum hafa þær einnig staðið frammi fyrir gagnrýni og deilum. Ein stærsta gagnrýnin á þeim er notkun þeirra í ólöglegri starfsemi eins og t.d peningaþvætti og skattsvikum. Einnig getur verðmæti rafmynta verið mjög sveiflukennt, sem gerir þær að áhættufjárfestingu. Rafmyntir hafa líka verið harðlega gagnrýndar fyrir mikla orkunotkun þar sem þær nota mjög mikið rafmagn. Þrátt fyrir þessar áskoranir halda rafmyntir áfram að þróast og öðlast viðurkenningu sem réttmætt greiðslu- eða fjárfestingarform. Með áframhaldandi tækniþróunum verður áhugavert að sjá hvernig rafmyntir munu halda áfram að móta framtíð fjármála- og viðskiptaheimsins. Heildarverðmæti rafmynta í dag er um 1200 milljarðar dollara á meðan það var 2900 milljarðar dollara í nóvember 2021, sem segir okkur hversu óstöðugar rafmyntir eru.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óstöðugleiki rafmynta. Hvað olli falli rafmynta 2022.pdf380,2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf407,9 kBLokaðurYfirlýsingPDF