Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44106
Undan farinn ár hefur fjártækni (e. financial technology) ruðst inn á fjármálaþjónustu markaðinn í vonum að auka þátttöku og fjármálalæsi. Aðgangur að stafrænni fjármálaþjónustu hefur aldrei verið auðveldari og hefur það gjörbylt hvernig framboð á slíkri þjónustu og vöru er veitt. Það er hins vegar áhyggjuefni að það geti einnig haft neikvæð áhrif á einstaklinga. Rannsóknaraðferðin sem notuð er í þessari ritgerð er skrifborðsrannsókn sem felur í sér að fara yfir núverandi fræðilegar heimildir til þess að afla frekari upplýsinga um áhrif fjártækni. Rannsóknarspurning sem lögð var fram var: Hvernig hefur fjártækni bætt fjármálalæsi og hver eru áhrifin sem aukin notkun fjártækni hefur í för með sér? Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru að fjártækni hefur aukið þátttöku einstaklinga ásamt jákvæðum áhrifum á fjármálalæsi. Til að mynda tóku einstaklingar skynsamari ákvarðanir varðandi sparnað og segist hafa borgað reikninga á réttum tíma. En enn er áskorun sem stofnanir þurfa að huga að þegar kemur að fjártækni er persónuupplýsingar eru dreifðar á netið og geta hópar því hræðst við að taka þátt þar sem það treystir ekki tækninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármálalæsi á Tímum Fjártækni.pdf | 864.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um lokaverkefni - skemma.pdf | 277.93 kB | Lokaður | Yfirlýsing |