is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44107

Titill: 
  • Áhrif tækniþróunar á þróun og eðli starfa í bankageiranum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tækniframfarir hafa áhrif á flesta atvinnumarkaði og er bankageirinn ekki undanskilinn þessari miklu þróun. Tæknin á að gera okkur lífið auðveldara og þægilegra og á síðustu áratugum hafa tækniframfarir umbreytt bankageiranum og hvernig bankaþjónusta er veitt. Bankageirinn er sérstaklega háður tækni og með þróun hennar munum við sjá miklar breytingar í átt að stafrænni þjónustu. Það hefur þau áhrif að sum störf í greininni eru að hverfa en á móti verða ný störf til sem mæta kröfum stafrænnar aldar. Eftir því sem tæknin heldur áfram að þróast og með uppgangi fjármálatæknigeirans (e. Fintech) verða bankarnir að aðlagast og tileinka sér nýsköpun til að vera samkeppnishæfir á markaði. Ljóst er að með vaxandi tækniþróun fer þörfin fyrir starfsfólk og útibú minnkandi. Framtíð hinna hefðbundnu bankakerfa kemur meðal annars til með að ráðast af því hvernig þau ná að þróast í nýjum stafrænum heimi og hvernig væntingar viðskiptavina breytast á sama tíma. Með komu hugbúnaðar eins og gervigreind (e. Artificial intelligence) og vélanám (e. Machine learning) sem eru að verða sífellt þróaðri með árunum, er verið að nýta þessa tækni í að vinna mörg sjálfvirk störf í bankageiranum. Koma gervigreindar og vélanáms kemur til með að lágmarka inngrip starfsmanna að miklu leyti og þar af leiðandi minnkar þörfin fyrir starfsfólk og útibú. Störfum fer klárlega fækkandi með árunum en þau koma ekki bara til með að hverfa heldur verða ný störf til . Gera má ráð fyrir að framtíðarstörf í bankageiranum krefjist annarskonar hæfni starfsfólks en verið hefur og að sérþekking í upplýsingatækni verði æ eftirsóttari. Í þessari ritgerð munum við skoða hver áhrif tækniþróunar eru á störf og hver verða sennileg áhrif þeirra á framtíð starfa og bankaútibúa.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs.c Ritgerð tryggvi Lokaskil 1.pdf578.16 kBLokaður til...30.06.2024HeildartextiPDF
Skemman yfirlýsing klárt.pdf539.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF