Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44108
Bakgrunnur: Líknarmeðferð er veitt til að bæta líðan og lífsgæði fólks með lífsógnandi sjúkdóma og aðstandendur þess. Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af þverfaglegu teymi sem sinnir flóknum andlegum, sálrænum og líkamlegum þörfum skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Það felst í að veita sértæka einkennameðferð en einnig er hugað að líkamlegum, sálfélagslegum og andlegum þörfum, gildismati, trúar- og menningarlegum þörfum. Teymisvinna er grundvöllur þess háttar heildrænnar meðferðar. Takmarkaðri athygli hefur verið beint að kröfum um hæfni hjúkrunarfræðinga á slíkum vettvangi.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að kanna hvað kemur fram í rannsóknum um hæfni hjúkrunarfræðinga til að sinna sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Annars vegar er kannað hvaða sérþekkingu hjúkrunarfræðingar sem þessari þjónustu sinna þurfa að búa yfir. Hins vegar er kannað hvaða hæfniþætti þessir hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa á valdi sínu.
Aðferð: Unnin var fræðileg samantekt þar sem heimildum var safnað með kerfisbundnum hætti í þremur rafrænum gagnagrunnum. Notuð voru skilgreind leitarorð samkvæmt PICOTS-viðmiðum. Notaðar voru megindlegar, eigindlegar og blandaðar rannsóknir sem birtar voru á árunum 2009–2022 og voru á ensku. Gert var PRISMA-flæðirit við greiningu á heimildunum og þær settar fram í töflu.
Niðurstöður: Greining á niðurstöðum leiddi í ljós sex meginflokka hæfni sem hjúkrunarfræðingar er veita sérhæfða líknarheimaþjónustu þurfa að búa yfir. 1) Hæfni tengd faglegu hlutverki og forystu hjúkrunarfræðinga, 2) hæfni til að vinna með skjólstæðingi, aðstandendum og teymi, 3) hæfni til að takast á við siðferðileg málefni og að leiðbeina vegna lagalegra málefna tengdum meðferð, 4) klínísk hæfni, 5) hæfni í samskiptum og menningartengdum málefnum og 6) hæfni til að meta félagslega þætti og sálræna líðan.
Ályktanir: Niðurstöður benda til að hæfniþættir og sérþekking sem hjúkrunarfræðingar er sinna sérhæfðri líknarheimaþjónustu þurfa sé bæði margþætt og yfirgripsmikil. Þá virðist þörf á að rannsaka sértæk inngrip og fræðsluþarfir hjúkrunarfræðinga en líka leiðir til að auka teymisvinnu meðal fagfólks.
Lykilorð: Hjúkrun, líknarheimaþjónusta, sérhæfð líknarmeðferð.
Background: Palliative care is provided to improve the well-being and quality of life of people with life-threatening illnesses and their families. It is provided by a multidisciplinary team attending to emotional, psychological, and physical needs of patients and their families. Specialized palliative care includes providing advanced symptom management, and attending to people's physical, psychosocial, and spiritual needs, their values, religious, and cultural needs. Teamwork is the foundation of holistic treatment. Limited attention has been paid to the competences required of nurses in palliative care.
Purpose: The purpose of this systematic review is to examine research on the competences nurses need to provide specialized palliative home care. The focus is twofold. First is what expertise nurses need. Second is which competences they need to possess.
Method: A systematic review was carried out using three databases. Predetermined keywords were used according to PICOTS criteria. Research formats included in the sample were quantitative, qualitative, and mixed-method studies that were published in the years 2009–2022, being in English. A PRISMA flowchart was used when analysing the sources, and they were presented in a review-matrix.
Results: Results indicate six main categories of the competences and expertise that nurses who provide specialized palliative home care need to possess: 1) Competences related to the professional role and leadership of nurses, 2) the ability to work with the client, family and team, 3) the ability to deal with ethical issues and to guide for legal issues related to treatment, 4) clinical competence, 5) competence in communication and cultural issues and 6) the ability to assess social factors and psychological well-being.
Conclusion: The results indicate that the competences and expertise that nurses who provide specialized palliative home care need to possess are complex and extensive. Further research is needed in the field of specialized nursing intervention and educational needs, but also on ways to increase teamwork among professionals.
Keywords: Nursing, palliative home care, specialized palliative care.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-skemma.pdf | 1.39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 360.6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |