en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4411

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif sjálfsskráningar á árangur í fjölskyldumiðaðri meðferð við offitu barna
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn að hætti Epstein og félaga hefur sýnt góðan árangur. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins er rannsóknarverkefni Þrúðar Gunnarsdóttur sálfræðings og doktorsnema í lýðheilsuvísindum. Notar hún þá meðferð sem fyrirmynd þar sem atferlismótun og aðrar aðferðir eru notaðar til að auðvelda breytingar á mataræði og hreyfingu. Í þessari rannsókn var unnið úr gögnum um sjálfsskráningu á mataræði sem var skilað inn vikulega. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hversu oft þeir skiluðu sjálfsskráningargögnum. Í hópi 1 voru einstaklingar sem skiluðu inn skráningum í 8 skipti af 12 og hópur 2 skilaði skráningum sjaldnar. Einnig voru spurningalistar notaðir til að sjá hvernig fólki líkaði á námskeiðinu. Niðurstöður sýndu að hópur 1 sem skráði oftar léttist meira og lækkaði staðlaðan líkamsþyngdarstuðul sinn meira. Einnig jókst ávaxta- og grænmetisneyslan meira hjá hópi 1. Niðurstöður sýndu einnig að strákar lækkuðu staðlaðan líkamsþyngdarstuðul sinn meira en stelpur.

Accepted: 
  • Feb 8, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4411


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefni_fixed.pdf347.66 kBLockedHeildartextiPDF