Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44111
Framfærsluhlutfall eftirlaunaþega í þróuðum ríkjum hefur farið hækkandi á síðustu árum. Þetta gerir það að verkum að fyrir hvern einstakling á eftirlaunaaldri eru færri einstaklingar á vinnandi aldri sem hefur í sumum tilfellum veruleg áhrif á fjármögnun lífeyriskerfa.
Í grunninn eru tvær leiðir til að fjármagna lífeyrissjóði. Annars vegar er um að ræða svokallað gegnumstreymiskerfi (e. Pay-as-you-go) og hins vegar er það sjóðsöfnunarkerfi (e. Fully funded). Gegnumstreymiskerfi virka í stuttu máli á þann hátt að lífeyrisgreiðslur eftirlaunaþega eru fjármagnaðar með því að skattleggja núverandi vinnandi kynslóð. Þessi uppsetning gerir það að verkum að hækkandi framfærsluhlutfall eftirlaunaþega setur gífurlegan fjárhagslegan þrýsting á vinnandi kynslóðir.
Vegna áframhaldandi hækkunar á framfærsluhlutfalli eftirlaunaþega hafa margir fræðimenn velt því fyrir sér hvort betra væri að breyta fjármögnun yfir í sjóðsöfnunarkerfi. Sjóðsöfnunarkerfi virka á þann hátt að iðgjöldum núverandi vinnandi kynslóðar er fjárfest til ávöxtunar. Þau iðgjöld auk ávöxtunar eru svo nýtt til að greiða lífeyrisgreiðslur þeirrar kynslóðar í framtíðinni. Það hefur hins vegar margar afleiðingar í för með sér að breyta um fjármögnunarleiðir lífeyrissjóða. Fyrst og fremst er mikilvægt að taka tillit til þess að gegnumstreymiskerfi geta leitt til aukinnar ævineyslu einstaklinga þegar fjármagnsstofn hagkerfisins er kvikt óhagkvæmur.
Árið 1965 setti Peter Diamond fram tveggja kynslóða líkan þar sem inniheldur skilyrði fyrir kvikt hagkvæman fjármagnsstofn. Skilyrðið byggir á hinni gullnu reglu fjármagnsstofns sem segir til um við hvaða aðstæður sparnaður hagkerfis sé of mikill. Samkvæmt gullnu reglunni er fjármagnsstofn kvikt hagkvæmur ef og aðeins ef raunvextir eru hærri en hagvöxtur. En hagkerfi eru sögð offjármögnuð þegar fjármagnsstofn er kvikt óhagkvæmur. Í kvikt óhagkvæmu hagkerfi er hægt að auka neyslu núverandi kynslóða með því að spara minna án þess að það minnki neyslumöguleika komandi kynslóða.
Gegnumstreymiskerfi geta haft áhrif á þessa hagkvæmni. Þegar gegnumstreymislífeyriskerfi eru við lýði í ákveðnu hagkerfi er hluta af sparnaði einstaklinga varið í neyslu einstaklinga á eftirlaunum í stað þess að vera varið í fjárfestingar. Þetta gerir það að verkum að minna fjármagni er varið í sparnað sem hækkar vexti. Sé hagkerfi í stöðu þar sem raunvextir eru lægri en hagvöxtur getur gegnumstreymiskerfi þrýst vöxtum upp og fært hagkerfið nær gullnu reglunni. Það er því hagkvæmt fyrir hagkerfi að hafa gegnumstreymiskerfi í þeirri stöðu.
Hækkandi framfærsluhlutfall eftirlaunaþega er þó ekki eina ástæða þess að sjóðsöfnunarkerfi geti verið betri. Undir kringumstæðum kvikrar hagkvæmni leiða sjóðsöfnunarkerfi til hærri mögulegra lífeyrisgreiðslna og þar af leiðandi aukinnar neyslu á eftirlaunaaldri. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum kemur í ljós að mörg þróuð hagkerfi heimsins eru kvikt hagkvæm svo mögulegt er að breyting yfir í sjóðsöfnunarkerfi geti verið hagkvæm til lengri tíma litið.
The old-age dependency ratio in developed economies has been steadily rising in recent years. This means that for each person of retirement age, there are fewer people of working age, which in some cases can have a significant impact on pension scheme funding.
In essence, there are two ways to finance a pension scheme, one is a so-called Pay-as-you-go (PAYG) system and the other is a fully funded system. In short, the PAYG system uses contributions from working individuals to finance pensions for retired individuals. This set-up means that a rising old-age dependency ratio puts enormous financial pressure on the working generation. Most of the world´s developed economies have some form of a state-run PAYG pension system, so the rising old-age dependency ratio has significantly increased government spending. For this reason, many scholars have wondered whether it could be beneficial to move the majority of pension funding to a fully funded system. However, changing the funding methods of pension schemes has many consequences, primarily the fact that under certain conditions, a PAYG system can be Pareto-efficient in terms of lifetime consumption.
In 1965, Peter Diamond presented an overlapping generation model in which he presented conditions for a dynamically efficient capital stock. The condition is based on the Golden Rule of capital accumulation, which gives the capital level maximizing steady state consumption. The condition states that the capital stock is dynamically efficient if and only if real interest rates are higher than economic growth.
It is important to know whether an economy is dynamically efficient because it has implications for the efficiency of a PAYG pension system. When an economy is dynamically inefficient a PAYG pension system can be put in place to crowd out savings and make the economy dynamically efficient.
However, an increasing old-age dependency ratio is not the only reason for a move to a funded pension system. Under the conditions of dynamic efficiency, fully funded pension schemes lead to higher potential pension payments and therefore can increase consumption in retirement. According to data from the World Bank, it appears that most developed economies are dynamically efficient, and therefore a shift to funded systems could be beneficial in the long run.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_JPF.pdf | 2.68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 296.62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |