Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44126
Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á birtumagni frá lýsiskolum og lömpum. Hvaða áhrif brennsla á mismunandi gerðum lýsis hefur á birtustig frá loganum. Lýsislampar voru öldum saman notaðir sem ljósgjafi í híbýlum Íslendinga. Notaðar voru mismunandi tegundir ljósmetis eftir því hvað fólk hafði aðgang að. Í þessari rannsókn voru notaðar fjórar lýsisafurðir og gerðar ljósmælingar á þeim. Mælanlegur munur var á ljósmagni mismunandi tegunda eldsneytis lýsislampa. Þegar niðurstöður ljósmælinganna voru bornar saman við nútíma birtustaðla kom í ljós að ljósmagn frá lömpunum var langt undir viðmiðunarmörkum sem gefin eru fyrir ýmis störf.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð-Björn Ari Örvarsson.pdf | 675.21 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing-fyrir-Skemmuna-BjörnAri.pdf | 284.68 kB | Locked | Declaration of Access |