is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44129

Titill: 
 • Fráhvörf nýbura: Þýðing og staðfærsla á mælitækinu Eat, Sleep, Console
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fráhvarfsheilkenni nýbura (e. Neonatal Abstinence Syndrome, NAS) er samansafn einkenna sem koma fram í nýbura vegna lyfjanotkunar, eða lyfjamisnotkunar (e. substance abuse), móður á meðgöngu. Fjölmargir skalar og matstæki hafa verið hannaðir með það að markmiði að bæta mat og meðferð fráhvarfseinkenna nýbura. Nýlegur skali sem fengið hefur mikið lof gagnrýnenda er Eat, Sleep, Console mælitækið, eða ESC. Það felur í sér að meta alvarleika fráhvarfseinkenna nýbura og snýr að því að meta nýburann með tilliti til getu hans til að mæta grunnþörfum sínum óháð því hversu mörg fráhvarfseinkenni hann er með. Helsti skalinn sem notaður hefur verið er Finnegan skalinn (e. Finnegan Neonatal Abstinence Scoring Tool) en vegna vaxandi gagnrýni á virkni hans hefur heyrst ákall eftir nýjum og bættum skala. Hér á landi er umfang vímuefnanotkunar á meðgöngu ekki þekkt en samkvæmt tölum frá öðrum vestrænum löndum má færa rök fyrir því að vandamálið sé vangreint á meðgöngu. Gera má ráð fyrir því að staðan sé sambærileg hér á landi. Því er nauðsynlegt að til sé gott og gagnreynt mælitæki svo unnt sé að aðstoða þennan viðkvæma hóp skjólstæðinga að ná góðum bata. Verkefnið gerir grein fyrir þýðingarferli ESC mælitækisins úr frummáli yfir á íslensku.
  Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að þýða og staðfæra mælitækið ESC og kynna það fyrir reyndum hjúkrunarfræðingum sem starfa á nýburagjörgæslu Barnaspítala Hringsins.
  Aðferð: Við þýðingu og staðfærslu þýðingar var stuðst við leiðbeiningar ISPOR um bestu aðferðir við þýðingu matstækja. Rannsókn þessi var blönduð (e. mixed method) sem felur í sér að meta áreiðanleika túlkunar á ESC mælitækinu og hvernig það virkar á öðru tungumáli (íslensku). Þátttakendur rannsóknar voru sjö hjúkrunarfræðingar sem starfa á nýburagjörgæslu Barnaspítala Hringsins.
  Niðurstöður: Í rýnihópaviðtali komu fram athugasemdir sem höfðu áhrif á endanlega útgáfu íslenskrar þýðingar ESC. Athugasemdirnar sneru einna helst að orðalagi, en þörf var á að laga flæðiritið og leiðbeiningarnar betur að menningarlegu umhverfi nýburagjörgæslu Barnaspítala Hringsins. Eftir að hafa lagað orðalag var lokaútgáfa þýðingar send á tvo fagaðila með þekkingu á umhverfi nýburagjörgæslunnar sem áttu að leggja endanlegt mat á hana.
  Ályktun: Afrakstur rannsóknarinnar er þýdd útgáfa mælitækisins ESC, eða NSR (Næra, sofa, róa). Í framhaldinu væri hægt að laga mælitækið enn frekar að menningarlegu umhverfi nýburagjörgæslu Barnaspítala Hringsins og meta áreiðanleika þess með forprófun. Þannig er unnt að leiða til þróunar á verklagi um mat og meðferð á fráhvarfseinkennum nýbura hér á landi.
  Lykilorð: Fráhvörf, mat á fráhvörfum, nýburar, þýðing matstækis, Eat, Sleep, Console.

Samþykkt: 
 • 11.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Fráhvörf_nýbura.pdf2.6 MBLokaður til...10.05.2024HeildartextiPDF
Yfirlysing_DMK_GKH_UEG.pdf472.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF