is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44134

Titill: 
  • Efnaskiptaaðgerðir: Áreiðanleg framtíðarlausn? Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Metabolic surgery: A reliable long-term solution? A systematic review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Efnaskiptaaðgerðir eru notaðar til meðferðar við offitu þegar aðrar meðferðir ná ekki tilskildum árangri. Mikil aukning hefur verið á offitu seinustu áratugi sem orsakast m.a. af breyttum lifnaðarháttum. Henni fylgir aukin tíðni fylgisjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Til eru nokkrar tegundir efnaskiptaaðgerða en þær algengustu eru annars vegar magahjáveita og hins vegar magaermi. Markmið þessara aðgerða er að aðstoða sjúklingana við þyngdartap sem í kjölfar dregur úr alvarleika og algengi fylgisjúkdóma. Efnaskiptaaðgerðir eru framkvæmdar víða í heiminum og eru taldar til viðurkenndra meðferða við sjúklegri offitu.
    Tilgangur: Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að skoða langtímaáhrif efnaskipta-aðgerða á lífsgæði sjúklinga og hvort slíkt úrræði teljist vera vænlegt inngrip fyrir börn og aldraða. Svara verður leitað við því hvort efnaskiptaaðgerðir teljist vera áreiðanleg framtíðarlausn við offitu og hvort ávinningur vegi upp á móti áhættunni og kostnaðinum.
    Aðferð: Samtals voru 34 greinar notaðar við vinnslu þessarar fræðilegu samantektar. Hjálpartækið PICOT var notað til þróunar á rannsóknarspurningum. Við heimildaleit var aðallega stuðst við rafræna gagnagrunna, þá helst PubMed en einnig Cinahl, Scopus og Web of Science. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru langtímaáhrif efnaskiptaaðgerða á lífsgæði einstaklinga sem glíma við offitu og notagildi þess inngrips meðal barna og aldraðra.
    Niðurstöður: Rannsóknir ná yfir 5 til 15 ára tímabil. Út frá niðurstöðum rannsóknargreinanna sem teknar voru fyrir er hægt að draga þá ályktun að efnaskiptaaðgerðir hafi jákvæð áhrif á lífsgæði þessa sjúklingahóps til langs tíma m.t.t. þyngdartaps og fylgisjúkdóma offitu. Ekki voru jafn góðar bætingar á sviði geðheilsu. Árangur reyndist svipaður milli aldurshópanna sem rannsakaðir voru í verkefninu.
    Ályktun: Efnaskiptaaðgerð er árangursrík meðferð þegar kemur að langtímaáhrifum á fylgisjúkdóma, þyngdarstjórnun og lífsgæðum. Engu að síður er skortur á langtímarannsóknum sem bera saman lifun einstaklinga með offitu sem gangast undir aðgerð og þeirra sem gera það ekki, og eins rannsóknir sem bera saman niðurstöður milli aldurshópa. Náið eftirlit í umsjá reyndra heilbrigðisstarfsmanna eftir efnaskiptaaðgerð er forsenda þess að viðkomandi nái langtímaárangri og sé fær um að viðhalda þyngd innan æskilegra marka.
    Lykilorð: Efnaskiptaaðgerð, offituaðgerð, magahjáveituaðgerð, magaermi, offita, lífsgæði, fylgikvillar, langtímaáhrif, aldraðir, ungmenni

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Metabolic surgery, also known as bariatric surgery, is often used to treat obesity when other conventional methods have failed. Obesity has been on the rise for the last few decades and was believed to be caused by changes in lifestyle among other things. Increased prevalence of obesity is followed by incidences of morbidity and mortality. There are a few different types of metabolic surgeries – gastric bypass and sleeve gastrectomy being most commonly performed. The goal of these surgeries is to assist patients with desired weight loss that in return reduces the prevalence of life-threatening comorbidities. Metabolic surgeries are performed globally and are considered the standard treatment for morbid obesity.
    Purpose: The goal of this systematic review was to evaluate the long-term effects of metabolic surgery on quality of life and whether it should be considered a desirable intervention for majority of patients especially regarding adolescents and the elderly. We were looking to answer the question of whether metabolic surgery is a reliable long-term solution to treat obesity and if the gain outweighs the risk.
    Method: A total of 34 studies were reviewed in this project. PICOT was used as a guideline to develop the research questions. We used online databases to discover the studies for our review – PubMed was mostly implemented, but also databases such as Cinahl, Scopus and Web of Science. The topic of this systematic review included long-term effects of metabolic surgery on quality of life, as well as its usefulness for adolescents and the elderly.
    Results: The study periods range from 5 to 15 years. Based on the studies investigated we are able to conclude that metabolic surgeries have positive long-term effects on quality of life of the patients, both with regards to substantial weight loss and resolution of common comorbidities. However, the effects on mental health were not as successful. The overall results are similar among the age groups researched in this review.
    Conclusion: Metabolic surgery is so far a successful treatment when it comes to long-term effects on comorbidities, weight control, and quality of life. Further research in the field of metabolic surgery is needed. Both long-term and comparative studies should be conducted on equal basis, especially with regards to varying age groups. Careful monitoring by medical professionals is the premise of optimal long-term results, while being able to maintain reasonable weight loss after surgery.
    Keywords: Metabolic surgery, bariatric surgery, gastric bypass, Roux-en-Y, gastric sleeve, obesity, quality of life, comorbities, long-term effects, elderly, adolescents

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnaskiptaaðgerðir LOKAÚTGÁFA 2023.pdf2.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_9314.jpeg1.51 MBLokaðurYfirlýsingJPG