is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44140

Titill: 
  • Aðlögun fjölskyldna að krabbameini barna og unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Krabbamein barna og unglinga er streituvaldandi og hefur mikil áhrif á líðan foreldra og daglegt líf. Greiningin getur valdið mikilli streitu og sálfélagslegum áhrifum, ekki aðeins fyrir barnið heldur einnig fyrir foreldra og þurfa þeir því að fá aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Aðlögun fjölskyldunnar á sér stað þegar fjölskyldumeðlimir leggja sig fram við að finna jafnvægi, ná sáttum, vera samheldnir og takast á við krefjandi verkefni og aðstæður sem fjölskylda. Stuðningsþarfir foreldra eru misjafnar og einstaklingsbundnar því þarf stuðningurinn að geta uppfyllt þarfir hvers og eins.
    Tilgangur: Að kanna hvaða aðlögunarleiðir fjölskyldur krabbameinsveikra barna og unglinga hafa tileinkað sér til að höndla lífið með krabbamein sem og að kanna hvaða aðlögunarleiðir hafa gagnast foreldrum best. Einnig verður skoðað hverjar meginstuðningsþarfir fjölskyldna barna og unglinga í virkri krabbameinsmeðferð eru sem og eftir krabbameinsmeðferð.
    Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem höfundar leituðu heimilda á gagnagrunnum PubMed og Google Scholar. Leitarorðin voru notuð eftir PICOTS viðmiðum. Rannsóknir þurftu að uppfylla ákveðin inntökuskilyrði, m.a. að vera fræðigreinar frá árunum 2013-2023, á íslensku eða ensku og auðlesanlegar greinar. Einnig þurftu rannsóknargreinarnar að uppfylla gæðamat samkvæmt litakóða. Hafðir voru í huga fimm lykilþættir við gerð rannsóknarspurninganna, þeir voru fjölskylda, aðlögun, krabbamein barna og unglinga, stuðningsþarfir og aðlögunarleiðir. PRISMA flæðirit var notað til að lýsa heimildaleitinni. Greinar sem voru valdar voru settar upp skv. IMRaD viðmiðum (e. introduction, method, results and discussion).
    Niðurstöður: Alls stóðust 15 greinar inntökuskilyrði. Aðlögunarleiðir sem hafa gagnast fjölskyldum best eru jafningjastuðningshópar, félagslegur stuðningur, lausnarmiðaðar meðferðir við vandamálum og notkun samfélagsmiðla. Helstu stuðningsþarfir foreldra eru upplýsingar og sálrænn stuðningur frá hjúkrunarfræðingum sem og tilfinningalegur stuðningur frá fjölskyldumeðlimum.
    Ályktanir: Út frá heildarniðurstöðum þessarar fræðilegu samantektar er hægt að draga þá ályktun að fjölskylduhjúkrun sé afar mikilvæg þegar kemur að foreldrum krabbameinsveikra barna og unglinga. Til eru mismunandi aðlögunarleiðir sem gagnast umönnunaraðilum. Notkun snjallforrita fer ört vaxandi og geta þau veitt fjölskyldum viðeigandi stuðning og fræðslu ásamt sértækri fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki eins og hjúkrunarfræðingum.
    Lykilorð: Fjölskylda, krabbamein, börn, aðlögun og aðlögunarleiðir.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Childhood and adolescent cancer is a source of stress for parents, and has a significant impact on their well-being and daily life. The diagnosis can cause significant social problems not only for the child but also for the parents who need assistance from healthcare professionals to adapt to changed circumstances. Family adaptation is when family members work together to find balance, acceptance, be cohesive, cope with difficulties as a family and cope with demanding tasks and circumstances as a family. The support needs of parents are varied and individualized, as support must meet the needs of each individual.
    Purpose: To examine what adaptation strategies families of children and adolescents with cancer have adopted to manage life with cancer and to investigate which coping strategies have been most helpful to parents. It also seeks to identify the main support needs of families of children and adolescents undergoing active cancer treatment as well as after cancer treatment.
    Method: A literature review where the authors searched for sources on the PubMed and Google Scholar databases. The search terms used followed the PICOTS criteria. Studies had to meet specific inclusion criteria and were scientific articles published between 2013 and 2023, in Icelandic or English and readable for example. Additionally, the research articles had to meet quality assessment according to color codes. Five key factors were considered when formulating the research questions: family, adaptation, childhood and adolescent cancer, support needs, and adaptation strategies. The PRISMA flowchart was used to describe the literature search. Selected articles were organized according to IMRaD guidelines (e. introduction, method, results, and discussion).
    Results: A total of 15 studies met the search criteria. The adaptation methods that have been most helpful for families are peer support groups, social support, problem-solving interventions, and the use of social media. The main support needs of parents are information and emotional support from nurses as well as emotional support from family members.
    Conclusions: Based on the overall results of this literature review, it can be concluded that family nursing is extremely important when it comes to parents of children and adolescents with cancer. There are different adaptation methods that can be beneficial to caregivers. The use of technology and apps in healthcare is rapidly growing and can provide families with appropriate support and education, as well as specialized education from healthcare professionals such as nurses.
    Keywords: Family, cancer, children, adjustment and coping.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni- Sandra, Sara og Snjólaug.pdf2,15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf280,08 kBLokaðurYfirlýsingPDF