is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44145

Titill: 
  • Séreignarsparnaður og fyrstu kaup
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þekkingu ungs fólks á notagildi séreignarsparnaðar. Þar að auki er fjallað um hvernig séreignarsparnaður getur verið notaður til að greiða fyrstu kaup og niðurgreiða húsnæðislán. Séreignarsparnaður er tekinn fyrir, greint er frá séreignarsparnaðinum sem sparileið og útskýrt er hvernig úrræðið getur verið nýtt inn á húsnæðislán. Spurningakönnun var lögð fram fyrir almenningi og kom í ljós að flestir þekkja til séreignarsparnaðar en einnig þyrfti betri fræðslu til þess að bæta þekkingu á notagildi sparnaðarleiðarinnar.
    Fjallað er um mismunandi þætti sem hafa áhrif á notkun séreignarsparnaðar meðal ungs fólks. Niðurstöður leiddu í ljós að þau sem höfðu fengið fræðslu um sparileiðina voru líklegri til þess að nýta sér hana. Önnur áhugaverð niðurstaða var að helmingur þeirra sem þekkja til séreignarsparnaðarins hafa heyrt um möguleikann að nýta sér hann til fyrstu húsnæðiskaupa. Sú aðferð aðstoðar ungt fólk við að kaupa sér sína fyrstu eign, til hið minnsta brúar bilið fyrir þessi miklu og flóknu kaup.
    Ályktunin er sú að það sé ábótavant að bæta fræðslu um séreignarsparnað til þess að ungt fólk geti nýtt sér þessa sparnaðarleið á sem bestan hátt. Með öflugri fræðslu er hægt að bæta þekkingu ungs fólks á sparnaðarleiðinni og þar að leiðandi auðvelda þeim að eignast þeirra fyrstu eign fyrr. Þau sitja þá uppi með fleiri tól og aukna aðstoð við að ná stórum sparnaðarmarkmiðum í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - 2309003530.pdf947,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf310,87 kBLokaðurYfirlýsingPDF