is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44149

Titill: 
  • Fjárfestingar í fasteignum og hlutabréfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er samanburður á fjárfestingu í fasteign og hlutabréfum. Fjallað er um fasteignamarkaðinn og hlutabréfamarkaðinn, farið er yfir vísitölur sem tengjast þessum mörkuðum og þær bornar saman. Einnig er komið inn á lán sem koma til greina fyrir kaup á fasteign. Tilteknir eru áhættuþættir sem tengjast þessum fjárfestingarmöguleikum hvort sem þeir teljast til markaðsáhættu eða efnahagsáhættu.
    Samanburður á fjárfestingu í fasteignum og hlutabréfum er gagnlegur til að átta sig á öllum þáttunum sem koma að hverri fjárfestingu, eins og fjárfestingarfjárhæð, tímarammi fjárfestingar og seljanleiki. Þegar búið er að skoða þessa þætti er hægt að taka upplýstar fjárfestingarákvarðanir.
    Helstu niðurstöður eru að vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu sveiflaðist minna og hækkaði meira en OMXI10 hlutabréfavísitalan á árunum sem skoðuð voru. Þar sem margir aðrir þættir hafa áhrif á væntanlega ávöxtun en vísitalan þá er erfitt að draga ályktun út frá henni eingöngu. Tekjumódel fjárfestinganna eru einnig ólíkt, þar sem stærsti þáttur fasteignar eru leigutekjur en stærsti þáttur hlutabréfa er hækkun þeirra í verði. Ekki er unnt að draga saman almenna niðurstöðu um hvor fjárfestingin sé betri heldur fer það að hluta til eftir óskum hvers og eins, stöðu hans og fjárfestingarmarkmiðum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fjárfestingar í fasteignum og hlutabréfum BS.pdf610,23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing.pdf268,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF