is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44158

Titill: 
  • Heilandi rými á heilbrigðisstofnunum. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Einstaklingar sem þurfa að leggjast inn á heilbrigðisstofnun eru í viðkvæmri stöðu og eru líklegri til að upplifa ýmsar tilfinningar eins og óöryggi, ótta, kvíða eða óvissu um framhaldið. Með aukinni áherslu á heildræna meðferð er þörf á að rannsaka betur hvaða áhrif umhverfið hefur á líðan og bataferlið í heild sinni. Mikilvægt er að þekkja og tileinka sér hvaða þættir geta skapað heilandi rými til þess að meðferð sem er veitt á heilbrigðisstofnun sé sem skilvirkust fyrir einstaklinginn.
    Tilgangur: Að kanna hver áhrif heilandi rýma eru á líðan einstaklinga á heilbrigðisstofnunum og samþætta nýlegar rannsóknir um efnið.
    Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt og leitað í gagnabönkunum PubMed, Scopus og Cinahl eftir rannsóknargreinum um áhrif heilandi rýma á ensku sem komu út árin 2013-2023.
    Niðurstöður: Samtals stóðust ellefu rannsóknargreinar inntökuskilyrði. Rannsóknargreinunum var skipt niður eftir því hvaða efni þær fjölluðu um, það er hönnunarþætti, tengsl við náttúruna, jákvæða athyglisdreifingu og umlykjandi umhverfi. Niðurstöður rannsóknanna gáfu til kynna að heilandi rými geta haft jákvæð áhrif á líðan, bata og upplifun einstaklinga. Þættir eins og tenging við náttúruna, að hafa glugga sem hleypir inn dagsbirtu og hlýlegt umhverfi leiddi til betri líðan einstaklinga. Þeir tjáðu minni verki og dvöl þeirra á heilbrigðisstofnun styttist. Einnig er mikilvægt að einstaklingar geti haft stjórn á umhverfinu sínu og geti þar að leiðandi fundið fyrir meira öryggi.
    Ályktun: Heilandi rými á heilbrigðisstofnunum virðast geta haft jákvæð áhrif á líðan einstaklinga og stuðlað að árangursríkri heildrænni meðferð. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk þekki hvernig umhverfið getur haft áhrif á heilsufar og líðan svo þeir geti lagt sitt af mörkum við hönnun rýmis og geti stuðlað að notalegu umhverfi og heilandi rými skjólstæðinga sinna.
    Lykilorð: Heilandi herbergi, Heilandi rými, Heilandi staður, Heilandi umhverfi, Ákjósanlegt heilandi rými og Gagnreynd hönnun

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Individuals that seek care in health facilities are in a vulnerable position and are more likely to experience various emotions such as insecurity, fear, anxiety, or uncertainty about the future. With an increased emphasis on holistic treatment in health care, there is a need to better investigate the effect of the environment on well-being and the recovery process as a whole. It is important to learn which factors can create a healing space in order for the treatment provided in healthcare facilities to be as effective as possible for the individual.
    Purpose: To estimate the effects of healing spaces on the well-being of individuals in healthcare facilities and to integrate recent research on the subject.
    Method: A systematic literature search was conducted in the databases PubMed, Scopus and Cinahl, searching for research articles in English published between the years of 2013-2023.
    Results: A total of eleven research articles met the inclusion criteria. The research articles were divided according to the topics they covered, i.e. design elements, relationships with nature, positive distraction and the surrounding environment. The results of the research indicated that healing spaces can have a positive effect on the well-being, recovery, and experience of individuals. Factors such as connection with nature, having a window that lets in daylight and a warm environment led to a better well-being of individuals. They expressed less pain and their stay in a health facility was of a shorter duration. Research has shown that it is also important that individuals have control over their environment and can therefore feel more secure.
    Conclusion: Healing spaces in healthcare facilities seem to be able to have a positive effect on the well-being of individuals and contribute to effective holistic treatment. It is important that healthcare professionals know how the environment can affect health and well-being in order to provide positive care to patients. Contributing to the design of a space can result in a pleasant environment as well as a more healing space for their patients.
    Keywords: Healing room, Healing space, Healing environment, Optimal healing environment, Evidence- Based Design

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilandi rými á heilbrigðisstofnunum.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf298.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF