Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44159
Megin tilgangur með þessari rannsókn var að komast að raun um hvort hagkvæmt væri að nýta sér hlutdeildarlán við fyrstu kaup á húsnæði. Til að komast að eigindlegri niðurstöðu þá kynnti rannsakandi sér frumvarp til laga um hlutdeildarlán, lögin um hlutdeildarlán og markmið laganna. Einnig ræddi rannsakandi ítarlega við sérfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun sem hefur verið þáttakandi í undirbúningi og framkvæmd þessa úrræðis.
Við rannsóknina kom í ljós að úrræðið byggir á breskri fyrirmynd sem var aðlöguð að íslenskum aðstæðum eins og kostur var. Megin ástæða þess að hlutdeidarlánin voru tekin upp var sú að mikill og langvarandi skortur hafði verið á hagkvæmu húsnæði fyrir þá sem þurftu að koma sér upp húsnæði í fyrsta sinn. Einnig var gert ráð fyrir því að efnaminni einstaklingar sem ekki standast hefðbundið greiðslumat gætu nýtt sér hlutdeildarlán til að koma sér upp eigin húsnæði.
Rannsóknin leiddi í ljós þrjú megin þemu; „Nauðsynlegt úrræði“, „erfitt umhverfi eftir covid faraldurinn“ og „gott úrræði fyrir marga en alls ekki alla“.
Þegar fyrstu hlutdeildarlánin voru veitt þá nýttust lánin þeim sem þau tóku mjög vel og þetta fór vel af stað í þeim aðstæðum sem ríktu á fasteignamarkaði á þeim tíma. Margir komu sér þaki yfir höfuðið sem ekki hefðu getað það án hlutdeildarlánanna og lánsfjárþörfin var meiri en reiknað hafði verið með. Þegar covid faraldurinn skall á okkur urðu mjög miklar og óvæntar breytingar á fasteignamarkaði. Vextir lækkuðu ört og mikið sem framkallaði mikla eftirspurn eftir fasteignum sem endurspeglaðist í miklum verðhækkunum. Við þessar breytingar hurfu allar íbúðir sem áður uppfylltu skilyrði hlutdeildarlána af markaðnum og grundvöllur þessa nýja kerfis brast á vissan hátt.
Þrátt fyrir að einstaklingar uppfylli skilyrði til lánveitingar, þá er ekki augljóst að það sé hagkvæmasti kosturinn að nýta heimild til lántöku. Hugsanlegir lántakendur verða að kynna sér vel þær kvaðir sem eru á lánunum og íbúðunum sem þau hvíla á. Skilyrðin eru ströng og setja lántakendum umtalsverðar skorður, meðal annars um nýtingu íbúðanna. Engu að síður er það niðurstaðan að úrræðið hafi reynst nokkuð vel og full ástæða sé til að fara í frekari rannsókn sem leiðir til úrbóta á kerfinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 524.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
lokaritgerd.pdf | 517.78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |