Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44164
Bakgrunnur: Brjóstamjólk er talin vera hin fullkomna næring. Hún inniheldur öll næringarefnin sem barnið þarfnast á fyrstu mánuðum þess. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælir með því að brjóstagjöf hefjist innan klukkustundar frá fæðingu og að barn nærist eingöngu á brjóstamjólk fyrstu sex mánuði þess. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við umönnun mæðra og geta stutt við þróun sjálfsöryggis þeirra gagnvart brjóstagjöf. Með hjúkrunarskráningu verður upplýsingaflæði markvissara, eykur á öryggi og stuðlar að samfelldari umönnun mæðra með barn á brjósti. ICNP er staðlað alþjóðlegt flokkunarkerfi sem notað er við hjúkrunarskráningu, það stuðlar að samræmingu á notkun hugtaka við skráningu hjúkrunargreininga, hjúkrunarmeðferða og hjúkrunarútkomna.
Tilgangur: Út frá fræðilegri skoðun á hindrandi áhrifaþáttum á brjóstagjöf og úrræðum, að bera kennsl á hjúkrunargreiningar og gagnreyndar hjúkrunarmeðferðir þeim tengdum og kanna hvernig varpast í ICNP flokkunarkerfið.
Aðferðir: Unnin var fræðileg samantekt og fór heimildaleit fram í gagnagrunnum PubMed, UpToDate og Google Scholar. Hugtök voru dregin úr heildartexta sem lýsa hjúkrunarviðfangsefnum og gagnreyndum hjúkrunarmeðferðum. Þeim hugtökum var síðan varpað yfir í ICNP með því markmiði að kanna hvernig flokkunarkerfið nær yfir þau hugtök. Notast var við fjögurra þrepa flokkun til þess að kanna samsvörun hugtakanna við ICNP.
Niðurstöður: Hindrandi þáttum brjóstagjafar má skipta í 5 flokka: líffræðilega- og sálræna þætti, skort á þekkingu, fyrri reynslu móður, ásamt menningu og umhverfi mæðra. Alls voru 28 hjúkrunargreiningar og 50 hjúkrunarmeðferðir dregnar úr heildartextanum. Af 28 hjúkrunargreiningum vörpuðust 25% (n=7) að fullu yfir í ICNP, 35,7% (n=10) voru merkingarleg vörpun, 17,9% (n=5) vörpuðust að hluta og var engin samsvörun í 21,4% tilvika (n=6). Af 50 hjúkrunarmeðferðum vörpuðust 24% (n=12) þeirra að fullu yfir í ICNP, 26% (n=13) voru merkingarleg vörpun, 32% (n=16) vörpuðust að hluta og var engin samsvörun í 18% tilvika (n=9).
Ályktun: Þar sem hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umönnun mæðra með barn á brjósti er mikilvægt að skráning sé vönduð, hún endurspegli viðfangsefni og þær meðferðir sem veittar eru til þess að hámarka árangur brjóstagjafar. Hugtök í ICNP ná einungis að hluta til yfir þau hjúkrunarviðfangsefni og meðferðir sem koma að brjóstagjöf.
Lykilorð: Brjóstagjöf, hindrandi þættir, sjálfsöryggi, ICNP flokkunarkerfi, hjúkrunarskráning.
Background: Breast milk is considered to be the perfect nutrition for infants. It contains all the nutrients the baby needs in its first months. The World Health Organization (WHO) recommends breastfeeding to begin within the first hour after a baby is born and that a baby is exclusively breastfed for the first six months. Nurses play an important role in caring for mothers and can provide an important support through their development of breastfeeding self-efficacy. With nursing documentation, the flow of information becomes more accurate, increases safety and promotes more continuous care for mothers who breastfeed. ICNP is a standardized international classification used to document nursing care. It promotes standardized use of terms when documenting nursing diagnoses, nursing interventions and nursing outcomes.
Aims: To identify nursing problems related to barriers to breastfeeding and evidence-based nursing interventions related to them based on a literature review and to explore how they map into the ICNP.
Methods: Literature review was conducted, using evidence based literature from PubMed, UpToDate and Google Scholar databases. Terms (problems and interventions) were extracted from the text and mapped into ICNP with the aim of examining how ICNP covers those terms. Four-level categories were used to check how well the terms in the text match with the ICNP.
Results: Barriers to breastfeeding can be divided into 5 categories: biological and psychological factors, lack of knowledge, mother's previous experience and mother's culture and environment. A total of 28 nursing diagnoses and 50 nursing interventions were extracted from the full text. Of the 28 nursing diagnoses, 25% (n=7) fully mapped to ICNP, 35,7% (n=10) were meaningfully mapped, 17,9% (n=5) partially mapped, and there was no match in 21,4% of cases (n =6). Of the 50 nursing interventions, 24% (n=12) were fully mapped to ICNP, 26% (n=13) were meaningfully mapped, 32% (n=16) were partially mapped, and there was no match for 18% of the terms (n= 9).
Conclusion: As nurses play an important role in the care of breastfeeding mothers, it is important that the documentation is of good quality, reflecting nursing problems and the care they receive in order to maximize the success of breastfeeding. ICNP has a limited coverage of nursing problems and interventions related to breastfeeding.
Key words: Breastfeeding, barriers, self-efficacy, ICNP classification system, nursing documentation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
-Bsritgerð_ABPAYGBB_skemma.pdf | 767.66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 140.86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |