Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44165
Við fengum það verkefni að finna einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og gera breytingar á því. Kröfur verkkaupa voru þær að húsið skyldi vera á tveimur hæðum og skyldi neðri hæð vera steypt og efri hæð úr timbri. Hjúpur hússins átti að vera viðhaldslítill í a.m.k 35 ár. Og áttu innréttingar og gólfefni einnig að endast í 35 ár.
Við áttum líka að hanna bæði ofnakerfi og gólfhitakerfi í húsið.
Teikningasett inniheldur: Aðaluppdrætti, verkteikningar, burðarvirkisuppdrætti og lagnauppdrætti. Skýrslan inniheldur verklýsingar, burðarþolsútreikninga, varmatapsútreikninga,
lagnaútreikninga, þakrennur og niðurfalls útreikninga,
tilboðsskrá, kostnaðaráætlun, umsókn um byggingarleyfi, gátlista, aðaluppdrætti, verkáætlun og fundargerðir.
Verkið er unnið með hliðsjón af byggingarreglugerð 112/2012
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BI LOK1006 Brúnás 4 Skýrsla.pdf | 8.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BI LOK1006 Brúnás 4 Teiknisett.pdf | 7.5 MB | Opinn | Teiknisett | Skoða/Opna |