is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44174

Titill: 
  • Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Áskoranir, aðgerðir og ávinningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áskoranir í landbúnaði eiga sér langa sögu en afskipti af landbúnaði má rekja aftur til 1930 í heimskreppunni þegar gripið var til aðgerða vegna lækkandi verðs á landbúnaðarvöru. Í mjólkurframleiðslu hafa áskoranir í gegnum tíðina að mestu leyti byggt á þremur þáttum, að framleitt magn sé í takt við eftirspurn, að bændum sé tryggð afkoma í takt við aðrar vinnandi stéttir og stuðlað sé að hagræðingu innan greinarinnar
    Fyrstu áskoranir í mjólkurframleiðslu voru að hvetja þurfti til aukinnar framleiðslu á sama tíma og tryggja þyrfti bændum viðunandi kjör fyrir framleiðsluna. Með aðgerðum fram á síðari hluta 20.aldar jókst framleiðsla mikið og grípa þurfti til mótvægisaðgerða til að hægja á eða draga úr framleiðslu um árið 1980. Í dag er greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu hér á landi m.a. til þess að stýra framleiddu magni þó ekki sé um bindandi stýringu að ræða. Mikið hefur verið lagt upp með að hvetja til hagræðingar innan mjólkurframleiðslu með það að markmiði að tryggja framleiðendum betri kjör ásamt því að gera framleiðsluna samkeppnishæfari og hagkvæmari.
    Framleitt magn hefur haldist í takt við eftirspurn markaðar síðast liðin 30 ár og hagræðing í mjólkurframleiðslu orðið gríðarleg allt frá árinu 1930. Með tilkomu tækniframfara, kynbóta og frjálsu framsali á greiðslumarki hefur meðalnyt kúa aukist mikið og framleiðendum hefur fækkað og hver eining stækkað.
    Í þessari ritgerð verður þróun mjólkurframleiðslu á Íslandi skoðuð, hvaða áskorunum hún hefur staðið frammi fyrir og hvaða aðgerðum stjórnvöld hafa beitt. Spurt er hverju hefur verið áorkað, hvort hagræðing hafi skilað sér og hver ávinningur hefur orðið.

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Áskoranir, aðgerðir og ávinningur .pdf683.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf143.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF