is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44179

Titill: 
  • ,,Kveisubarnið‘‘: Óværð ungbarna – helstu ástæður og áhrif á fjölskylduna
  • Titill er á ensku “The Colicky Baby”: Excessive crying in infants – common causes and impacts on the family
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Öll börn gráta, en mismikið. Fræðimenn hafa síðustu áratugi reynt að skilgreina fyrirbærið óværð og setja fram ástæður þess að sum börn gráti meira en önnur; þá skilgreind sem óvær eða með ungbarnakveisu. Það hefur reynst umdeilt efni að skilgreina fyrirbærin og að ákvarða hvort ákveðin undirliggjandi orsök geti legið að baki. Feikimargir foreldrar telja sig eiga „kveisubarn“ og leita í heilbrigðiskerfið sökum þess. Vanlíðan fjölskyldunnar getur verið fjölþætt; mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk þekki helstu ástæður sem liggja að baki óværðar, leiti lausna við vandanum og veiti viðeigandi stuðning og ráðleggingar. Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni til BS-prófs í hjúkrunarfræði. Markmiðið var að kanna helstu ástæður óværðar og ungbarnakveisu nýbura og ungbarna, greiningarskilmerki þeirra og útskýra möguleg langtímaáhrif á barnið. Einnig voru könnuð möguleg áhrif á líðan foreldra, þarfir fjölskyldunnar og lausnir. Aðferð: Ritgerðin byggir á fræðilegri samantekt þar sem heimilda var mest megnis aflað á gagnaveitunni PubMed. Teknar voru til greina fræðilegar samantektir, samantektarrannsóknir og aðrar rannsóknir með mismunandi aðferðafræði. Inntökuskilyrði út frá gagnasöfnun af PubMed voru að greinarnar hafi verið birtar á árunum 2018-2023; á ensku eða íslensku; í opnum aðgangi; og fjalli um óvær ungbörn. Eftir gagnaúrvinnslu frá PubMed leit voru inntöku-skilyrði við heimildaval víkkuð og fleiri gagna aflað eftir þörfum. Við lýsingu á heimildaleit var notað PRISMA flæðirit og Matrix rammi.
    Niðurstöður: Það virðist augljóst að óværð ungbarns hafi víðtæk áhrif á foreldra; sem vilja almennt ná að hugga grátandi barn sitt. Þrátt fyrir fjölda rannsókna virðast fræðimenn þó enn ekki geta komið sér saman um fyrirbærið, helstu ástæður óværðar og leiðir til þess að aðstoða fjölskylduna. Tillögurnar eru margar og rannsóknir oft komnar vel á veg, en samræmi milli rannsókna er ábótavant. Þó að orsakir virðist oft óljósar þá eru fjöldi úrræða í boði sem sýna fram á einhverja virkni – margt er hægt að reyna. Heilbrigðisstarfsfólk getur átt stóran hlut í að slíta þá vítahringi sem fjölskyldur óværra barna festast oft í.
    Ályktun: Rannsóknir hafa ekki náð að auðkenna tiltekinn orsakavald fyrir ungbarnakveisu, og það sama má segja um úrræði. Fjölmargt hefur verið rannsakað en skortur á samræmi veldur því að erfitt er að taka mark á niðurstöðum. Eftirfarandi samantekt getur varpað ljósi á það helsta sem getur amað að óværu barni eða verið hjálplegt til þess að aðstoða fjölskylduna.
    Lykilorð: Óhóflegur grátur ungbarna, ungbarnakveisa, reynsla foreldra, viðvarandi grátur, orsök gráts, tengsl foreldra og ungbarna, aðkoma heilbrigðisstarfsmanna, þarfir foreldra, úrræði

  • Útdráttur er á ensku

    Background: All babies cry, but to varying degrees. For the past several decades, researchers have tried to define the phenomenon excessive crying and the reasons for why some children cry more than others; defined as excessively crying infants or babies with infant colic. Defining these phenomenons and determining whether there may be a specific underlying cause has proven to be a controversial topic. Many parents consider themselves having a ,,colicky‘‘ baby and therefore seek healthcare assistance. The family‘s distress can be diverse and complex, so it is important for healthcare professionals to know the main reasons behind excessive crying in babies, seek solutions and provide appropriate support and advice. Purpose: This thesis is a final project for a BS degree in Nursing. The aim was to investigate the main causes of excessive crying and infant colic, its diagnostic criteria and to explain the possible long-term effects for the child. In addition to investigate the possible effects on parents‘ well-being, family needs and possible solutions. Method: This thesis is a systematic review, where sources were mainly obtained from the PubMed database. Systematic reviews, meta-analyses and other studies with different methodolagies were considered. Inclusion criteria were that the articles had been published between 2018-2023; in English or Icelandic; with open access; on the subject of excessive crying in babies. After data processing from the PubMed search, the inclusion criteria for source selection were broadened and more data was obtained as needed. A PRISMA flowchart and a Matrix framework were used to describe the literature search.
    Result: It seems obvious that excessive crying in babies has a major impact on parents; who generally want to be able to comfort their crying child. Despite the number of studies, researchers still seem unable to agree on the phenomenon, aetiology and ways to assist the family. The proposals are many and research is well underway, but consistency between studies is lacking. Even though causes often remain unclear, remedies can still be found that have shown to be effective – there are many ways to try and calm a colicky baby. Healthcare professionals can play a big role in breaking the vicious cycles some families with excessively crying babies get stuck in. Conclusion: Research has failed to identify a specific cause for infant colic, and the same goes for remedies. Many studies have been conducted, but the lack of consistency makes it difficult to take note of the result. The following summary can shed light on the main reasons for excessive crying in babies or useful solutions for the family.
    Key words: infant excessive crying, infant colic, parent experience with distressed infant, persistent crying, aetiology of infant crying, parent-infant relations, nursing interventions for excessive infant crying, parental needs, interventions

Samþykkt: 
  • 11.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kveisubarnið - BS ritgerð.pdf930,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Image.pdf134,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF