is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4418

Titill: 
  • Hvað hefur áhrif á árangur í fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn er unnin upp úr gögnum úr doktorsverkefni Þrúðar Gunnarsdóttur um
    fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn á Barnaspítala Hringsins. Aðalmarkmið rannsóknarinnar voru tvö. Annars vegar að athuga hvaða þættir spái fyrir um árangur í meðferð of feitra barna og hins vegar að athuga hvort munur væri á árangri of feitra barna og of feitra barna sem áttu einnig við annað vandamál að stríða. Þátttakendur voru 84 of feit börn á aldrinum 7-13 ára þar sem kynjahlutfall var 38 stúlkur og 46 drengir. Helstu tilgátur voru þær að annarskonar vandi samhliða offitu hefði slæm áhrif á árangur í meðferð og að stúlkur næðu betri árangri í meðferð. Einnig var kannað hvort að aukning á neyslu ávaxta og grænmetis leiddi til betri árangurs í meðferð. Helstu niðurstöður voru að enginn munur var á þeim börnum sem voru of feit og þeim börnum sem áttu einnig við annan vanda að stríða samhliða offitu. Kynjamunur kom fram þar sem drengjum gekk betur en stúlkum. Þá hafði aukin neysla ávaxta- og grænmetis fylgni við árangur barna í meðferð. Niðurstöður benda til að annarskonar vandi hamli ekki árangri barna í meðferð sem er jákvætt fyrir þróun fjölskyldumeðferðar fyrir of feit börn.

Samþykkt: 
  • 9.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerdin_2_fixed[1].pdf696.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna