is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4419

Titill: 
  • Áhrif mannréttindaákvæða á réttarstöðu félaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Álitamál um áhrif mannréttindaákvæða á réttarstöðu félaga hafa ekki verið til umræðu á meðal íslenskra fræðimanna svo að heitið getur, sem helgast væntanlega af því hvað mannréttindi félaga ríma illa við grunnhugmyndir um mannréttindi. Þetta viðfangsefni vekur því óneitanlega upp áleitnar spurningar og þá sérstaklega hvort félag njóti almennt mannréttinda eða hvort um undantekningarreglu sé að ræða. Ákveðin mannréttindaákvæði eru hér dregin sérstaklega út með það fyrir augum að ná almennri mynd af áhrifum mannréttinda á réttarstöðu félaga. Fjallað er sérstaklega um félagafrelsi, réttláta málsmeðferð fyrir dómi, jafnræðisregluna, friðhelgi eignarréttar, friðhelgi einkalífs og að lokum tjáningarfrelsi. Þegar að þessi þverskurður á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar liggur fyrir má það ljóst vera að almenna reglan er sú að lögaðilar njóta verndar mannréttindaákvæða þegar þau eiga við. Sú afstaða er að mestu leiti rakin til túlkunar Mannréttindadómstóls Evrópu á ákvæðunum sem gefið hefur það út að mannréttindasáttmálinn sé í raun lifandi plagg og túlka þurfi hann í ljósi breytinga í samfélaginu á hverjum tíma. Þessu fylgir þó sá galli að réttindi sem einu sinni er búið að veita er að öllu jöfnu erfitt að taka til baka

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 1.1.2011
Samþykkt: 
  • 9.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
steinbergur_finnbogason_lokaritgerd_fixed.pdf996,32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna