Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44193
Markmið ritgerðarinnar er að skoða þau skammtíma og langtíma áhrif sem Coda Terminal verkefnið hefur á hagkerfið. Coda Terminal er móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíoxíð sem fyrirtækið Carbfix er að setja upp í Straumsvík. Verkefnið er fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu en þar mun Carbfix beita tækni sinni til þess að binda koldíoxíð varanlega í iðru jarðar, eitthvað sem náttúran hefur gert í þúsundir ára. Þegar ný verkefni líkt og þetta fara af stað þá krefjast þau oft mikils fjölda nýrra starfa. Þessi nýju störf skapa síðan önnur störf í hagkerfinu og þannig verða til svokölluð margfeldisáhrif á atvinnu. Í ritgerðinni verður fjallað um aðferðir til þess að meta margfeldisáhrif á atvinnu og leitast verður við að komast að því hversu mörg störf Coda Terminal verkefnið getur skapað í uppbyggingu og rekstri. Fjallað verður um margfeldisáhrif, ruðningsáhrif, atvinnumargfaldara og allar þær nauðsynlegu forsendur sem útreikningar á störfum krefjast. Til þess að nálgast langtímaáhrif verkefnisins verður arðsemi þess skoðuð og borið saman við önnur fyrirtæki í sambærilegri hátækni starfsemi. Að lokum verða dregnar saman niðurstöður á starfafjölda. Niðurstöður benda til þess að verkefnið muni skapa fjölmörg bein og óbein störf í framkvæmd og rekstri.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaritgerð-Sigrún-María.pdf | 437,61 kB | Lokaður til...01.01.2090 | Heildartexti | ||
| Skemman_yfirlysing.pdf | 639,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |