Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44194
Bakgrunnur: Andnauðarheilkenni nýbura (AHN) er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni. Fyrirburar eiga í mestri hættu á að greinast með AHN vegna óþroskaðra lungna þeirra. Þegar barn fæðist fyrir 34. viku meðgöngu er líklegt að það skorti verndandi efni í lungum sem kallast surfactant. Skortur á surfactant getur valdið því að lungnablöðrurnar falla saman sem veldur einkennum eins og öndunarerfiðleikum, bláma, hröðum hjartslætti, inndrátt á kvið o.fl. Heilkennið hefur hraða framvindu og koma einkenni fram stuttu eftir fæðingu. Viðeigandi meðferð þarf að hefjast sem fyrst til að hámarka lífslíkur og koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla.
Tilgangur: Markmið með þessari fræðilegu samantekt er að gera grein fyrir klínískri birtingarmynd AHN, hvernig greining og meðferð þess fer fram. Höfundar vonast til þess að samantektin geti lagt grunn að þróun á fræðsluefni og sömuleiðis hvatt heilbrigðisstarfsfólk til að dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu svo hægt sé að greina heilkennið rétt, eins fljótt og auðið er og grípa til viðeigandi ráðstafanna með skjótum hætti. Þannig er hægt að koma í veg fyrir bráða versnun og í verstu tilfellum dauða nýbura.
Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt til að taka saman niðurstöður ólíkra rannsókna sem gerðar hafa verið um AHN. Fræðilega samantektin byggist á því að greina og meta niðurstöður rannsókna sem tengjast viðfangsefninu. Heimildum var flett upp í gagnagrunni PubMed með ákveðnum leitarorðum, einnig var notast við afturvirka snjóboltaaðferð. PRISMA flæðirit var notað fyrir heimildaleit á niðurstöðum samantektarinnar á kerfisbundin hátt. Notast var við inntöku- og útilokunarskilyrði. Inntökuskilyrðin voru; heimildir á íslensku og ensku og eingöngu frá árunum 2013 til 2023. Skimað var yfir heimildirnar út frá titli, úrdrætti og að lokum voru heildartextar skimaðir.
Niðurstöður: Samtals uppfylltu 12 rannsóknir inntökuskilyrðin. Greining AHN er m.a. gerð út frá klínískri birtingarmynd, ásamt öðrum greiningum. Fyrirburar sýna almennt fleiri og verri einkenni en fullburar. Niðurstöður benda til þess að fylgisjúkdómar á meðgöngu tengjast auknum líkum á AHN. Gjöf barkstera móður getur dregið verulega úr tíðni AHN. Niðurstöður benda einnig til þess að surfactant uppbótarmeðferð virkar betur á fyrirbura en fullbura. Ennfremur hefur samsett uppbótarmeðferð surfactants og notkun CPAP sýnt fram á betri árangur við meðhöndlun AHN.
Ályktanir: AHN er sjúkdómur sem er síendurtekið verið að rannsaka með tilliti til meðferðarbreytinga. Tíðni AHN fer minnkandi, þó heilkennið sé enn vandamál. Niðurstöður leiddu í ljós mikilvægi þess að hefja meðferð sem fyrst til að sporna við versnun á sjúkdómnum, jafnframt sýndu þær fram á mikilvægi samþættrar meðferðar við AHN.
Lykilorð: Andnauðarheilkenni nýbura (e. Infant respiratory distress syndrome, AHN), lungnaþroski, klínísk birtingarmynd, meðferð, greining, hjúkrun.
Background: Infant respiratory distress syndrome (IRDS) is a serious disease with a high mortality rate. Premature infants are significantly more exposed to getting IRDS due to their immature lungs. When an infant is born before the 34th week of pregnancy they lack a protective substance in their lungs called surfactant. The alveoli can collapse (atelectasis) and cause symptoms such as difficulty in breathing, cyanosis, tachypnea, tachycardia, nasal flaring, dyspnea, grunting, use of accessory muscles, etc. IRDS progresses rapidly and symptoms may appear shortly after birth. Appropriate treatment needs to begin as soon as possible to maximize life expectancy and prevent various complications.
Objectives: The aim of this literature review was to describe the clinical manifestation of infant respiratory distress syndrome, how it is diagnosed and managed. The authors hope that the literature review can provide a basis for the development of updated educational content and encourage health professionals to deepen their knowledge of the subject in order to diagnose the syndrome quickly and correctly to take immediate action and prevent acute progression and in worst case scenario death of the newborn.
Method: A literature review of studies was made to summarize the results of different studies that have been made about IRDS. References were searched in the PubMed database using specific keywords and a backwards snowballing method was also employed. A PRISMA flow chart was used to present the literature search strategy and the results in a systematic way. Inclusion and exclusion criteria were used, included sources were in Icelandic and English. We limited the sources from the years 2013 to 2023. The sources were screened based on the title, abstract and eventually full texts were screened.
Results: A total of 12 studies met the inclusion criteria. Diagnosis of IRDS is based on clinical manifestation. Premature infants generally show more and worse symptoms than full-term infants. Results indicate that comorbidities among mothers are associated with an increased risk of IRDS. The administration of corticosteroids can significantly reduce the incidence of IRDS. Results also indicate that surfactant replacement therapy works better in premature infants than in full-term infants. Furthermore, the combination of surfactant replacement therapy and the use of CPAP has shown better results in treating IRDS.
Conclusions: IRDS is a disease that is being repeatedly investigated for changes of the treatment The frequency of IRDS is decreasing, although the syndrome still remains a problem. The results revealed the importance of starting treatment as soon as possible to prevent progression of the disease, they also demonstrated the importance of a combined treatment for IRDS.
Key words: Infant Respiratory Distress syndrome (IRDS), lung development, clinical manifestation, treatment, diagnosis, nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_AHN.pdf | 849,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 375,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |