is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44195

Titill: 
  • Markaðsbrestir og umfang hins opinbera í heilbrigðisþjónustu: Möguleg tækifæri í íslenska heilbrigðiskerfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útgjöld til heilbrigðismála eru nánast þriðjungur af öllum útgjöldum hins opinbera á Íslandi. Þau hafa aukist um langt árabil, og verði ekkert gert munu þau aukast enn meira næstu árin, m.a. vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar fer ört hækkandi.
    Um 75% af heilbrigðisþjónustu hér á landi er rekin af hinu opinbera og eru rök þeirra sem mæla fyrir umfangsmiklum ríkisafskiptum gjarnan á þann veg að markaðir séu ófullkomnir. Þeir hafna því að hin „ósýnilega hönd“ markaðarins geti leyst þau vandræði sem geta skapast á markaði fyrir heilbrigðisþjónustu. Í hagfræði nær hugtakið „markaðsbrestur“ yfir þær aðstæður sem skapast á frjálsum mörkuðum þegar samfélagslegur ábati er ekki hámarkaður, þ.e.a.s. heildarniðurstaða markaðarins er óskilvirk m.t.t. hámörkunar samfélagslegs ábata.
    Rannsóknarspurningin í þessari ritgerð er eftirfarandi: Eru til staðar markaðsbrestir á heilbrigðismörkuðum og eru þeir svo umfangsmiklir á Íslandi að þeir réttlæti jafn mikil ígrip í veitingu heilbrigðisþjónustu og er hér á landi?
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að markaðsbrestir eigi við um ákveðna heilbrigðisþjónustu og þá fyrst og fremst hátækni- og bráðaþjónustu og þess vegna megi færa rök fyrir því að hið opinbera sinni þeirri starfsemi. Niðurstaðan er jafnframt sú að markaðsbrestir eigi ekki við um stóran hluta annars konar heilbrigðisþjónustu. Má í því sambandi nefna heilsugæslu, valkvæðar aðgerðir og öldrunarþjónustu. Færð eru rök fyrir því að á þeim sviðum sé hægt að nýta getu markaðarins í auknum mæli til að bæta þjónustu og auka hagkvæmni.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er einnig sú að íslenska heilbrigðiskerfið sé mjög gott að ákveðnu leyti en sé ætlunin að stemma stigu við því að útgjöld til heilbrigðismála fari áfram stigvaxandi verði að leita allra mögulegra leiða til að innleiða hagkvæmari þjónustu. Því megi ekki útiloka aðkomu einkareksturs innan heilbrigðisgeirans að óathuguðu máli þar sem hann tryggir að sjúklingar fái sem besta þjónustu samhliða því að skattgreiðendur fái meira fyrir það fjármagn sem fer til heilbrigðiskerfisins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing..pdf188,88 kBLokaðurHeildartextiPDF
BA-ritgerð Badalsteinsson.pdf1,36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna