is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44196

Titill: 
  • Dreifstýrt bankakerfi. Gætu rafmyntir og snjallsamningar komið í stað íslenskra banka?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýjungar í fjártækni hafa nú þegar sýnt fram á að geta verið samkeppnishæf á fjármálamarkaði í nálægðri framtíð og jafnvel talin geta tekið yfir bankastarfsemi alfarið. Dreifstýrt bankakerfi býður upp á sömu þjónustu og hefðbundin bankastarfsemi en miðlar henni til notenda með rafmyntum og snjallsamningum sem starfa á bálkakeðjum. Slíkt kerfi hefur möguleikann á því að greiða úr ákveðnum flækjum sem eru til staðar á fjármálamarkaði en mun samhliða því búa til fleiri vandamál en það leysir. Hugmyndin að baki þessa kerfis lítur alveg fram hjá því að viðskiptabankar og sparisjóðir starfa ekki einungis sem milliliðir á markaðnum heldur einnig sem skaparar peningaframboðs í hagkerfinu og Seðlabanki Íslands miðlar nær alfarið peningastefnu sinni í gegnum bankakerfið. Dreifstýrt bankakerfi myndi því gera peningastefnu Seðlabankans áhrifalausa og valda verulegum óróleika í fjármálastöðugleika þar sem rafmyntir njóta ekki ríkisstuðnings á sama hátt og valdboðsmyntir. Yfirvöld þurfa því að fylgjast grannt með þróun fjártækni og vera viðbúin til þess að svara þeim með viðeigandi hætti. Að því sögðu hefur þessi tækni ákveðna yfirburði varðandi skilvirkni og innleiðing bálkakeðja og snjallsamninga inn í hefðbundna bankastarfsemi gæti hins vegar gert hana hraðari, öruggari og lækkað viðskiptakostnað hennar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Ólafía Auður Erlendsdóttir.pdf607.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ld.pdf140.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF