en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/44198

Title: 
 • Title is in Icelandic Glugginn er opinn - Félagaskiptamarkaðurinn og verðlagning knattspyrnumanna á alþjóðavettvangi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fótbolti hefur lengi verið talin meðal vinsælustu íþrótta heims og með því sú íþrótt sem hefur mest áhorf, hvort sem það er á leikvanginum sjálfum eða í sjónvarpi. Leikmenn liðanna spila þarna stórt hlutverk bæði á almennt gengi liðsins en geta einnig spilað stórt hlutverk þegar kemur að áhorfi stuðningsmanna. Þetta gerir það að verkum að leikmenn verða að söluvarningi félagsliða sinna, þar sem leikmenn hafa mismunandi verðmiða. Þetta verðmat getur hinsvegar reynst erfitt að greina þar sem verðmat einstaka leikmanna geta breyst á hverju tímabili.
  Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á verðmat knattspyrnumanna á alþjóða vettvangi. Að auki verða skoðuð tengsl félagsskiptamarkaðarins á fjármál félagsliða og þau utanaðkomandi öfl sem hafa áhrif á bæði félgasliðið og félagsskiptamarkaðinn í heild sinni.
  Stuðst verður við fyrri rannsóknir á félagsskiptamarkaðnum og aðferðafræði þeirra. Meðal þess er rannsókn Centre International d`Etude du Sport (CIES) þar sem útbúið var líkan með það markmið að finna hvaða þættir hafa mest áhrif á kaupverð. Einnig rannsókn á La Liga deildinni og svo rannsókn þar sem tölfræðileg gögn um leikmenn og félagslið voru notuð til að greina út frá tölulegum upplýsingum hvaða þættir það eru sem virðast skipta mestu máli í verðmati leikmanna. Gögnin varða m.a. félagsskipti, tölfræði varðandi spilaða leiki leikmanna, aldur þeirra og reynslu. Þetta eru gögn sem eru aðgengileg bæði hjá félagsliðunum sjálfum, greiningum FIFA sem og síðum eins og transfermarkt.
  Út frá þessum gögnum var hægt að byggja upp líkan til að meta kaupverð leikmanna með því að notast við línulega aðhvarfsgreiningu. Gagnasettið samanstóð af 50 stærstu félagaskiptum heims yfir keppnistímabilið 2022/2023. Með þessu var markmiðið að ná fram sem hlutlægasta matinu á verðlagi leikmanna og halda huglæga matinu, sem oft er einkennandi þegar kemur að hinu mannlega, í lágmarki.

Accepted: 
 • May 12, 2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44198


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Ritgerð - Magnús Fannar Magnússon.pdf777.73 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlýsing.pdf282.5 kBLockedDeclaration of AccessPDF