is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44202

Titill: 
  • Áhrif lækkunar stýrivaxta á bandaríska hlutabréfa- og húsnæðismarkaðinn í COVID-19 faraldrinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er verið að reyna átta sig á því hvaða áhrif lækkun stýrivaxta sem Seðlabankinn í Bandaríkjunum setti fram í byrjun COVID-19 faraldursins árið 2020 hafði á hlutabréfa- og húsnæðismarkaðinn þar í landi. Það var mjög áhugavert í faraldrinum hvernig hlutabréfa- og húsnæðismarkaðurinn hækkuðu gríðarlega og fóru í methæðir sem aldrei hafði sést áður. Faraldur sem hefði mátt ætla að hefði mjög neikvæð áhrif á markaðina en svo varð aldeilis ekki.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er einblínt á fræðilega samhengið milli stýrivaxta og hlutabréfa- og húsnæðisverðs og hvernig það hefur verið almennt neikvætt samband á milli þessara breyta og notað er Fixed effects líkan og línulega aðhvarfsgreiningu til þess að skoða hvort að það sé í samræmi við fræðilegar kenningar. Einnig er skoðað fræðilegar kenningar um hvernig aðrar þjóðhagslegar breytur en stýrivextir, t.d. atvinnuleysi og verðbólga, hefur á báða markaðina og það skoðað með hagrannsóknum í forritinu R hvort stýrivextir skýra breytingar á mörkuðunum miðað við þessa þjóðhagslegu þætti.
    Í seinni hluta ritgerðinnar er lögð áhersla á tímabilið í Covid faraldrinum og hvernig lækkun stýrivaxta hafði áhrif á markaðina. Stýrivextir höfðu t.d. þau áhrif að vextir húsnæðislána lækkuðu og höfðu aldrei verið eins lágir og hafði það jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Á hlutabréfamarkaðnum höfðu lækkanir stýrivaxta t.d. þau áhrif að fólk fór að leita í áhættusamari fjárfestingar. Notað var Bayesian tímaraðalíkan og Vector Autoregressive (VAR) líkan til þess að áætla áhrif af lækkun stýrivaxta í Covid og samkvæmt þeim niðurstöðum hafði lækkun stýrivaxta töluverð jákvæði áhrif á því tímabili. Lágir stýrivextir voru síðan ein af ástæðunum fyrir því að verðbólga hækkaði umtalsvert árið 2022.

Samþykkt: 
  • 12.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaritgerð Ingvi Freyr Bragason loka.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf126.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF