Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44208
Bakgrunnur: Bráð og alvarleg veikindi sem krefjast gjörgæsludvalar geta haft margvísleg áhrif á heilsufar sjúklinga. Dagbækur á gjörgæsludeild eru ætlaðar til uppfyllingar gjörgæsluminninga sjúklinga og veita innsýn í veikindin, einkum til að minnka sálræna fylgikvilla og styðja bata eftir útskrift af gjörgæsludeild. Óvíst er um gagnsemi gjörgæsludagbóka fyrir sjúklinga.
Markmið: Að kanna uppbyggingu og innihald dagbóka auk reynslu og útkomumælinga hjá sjúklingum sem fá dagbók á gjörgæsludeild í því skyni að meta gagnsemi dagbóka fyrir gjörgæslusjúklinga.
Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt eigindlegra-, megindlegra-, og rannsókna með blönduðu sniði. Unnið var eftir leiðbeiningum Joanna Briggs stofnunarinnar og heimildaleit á PubMed, CINAHL og Web of Science auk afturvirkrar snjóboltaleitar gerð samkvæmt PRISMA. Skilgreind voru inntöku- og útilokunarskilyrði og rannsóknarspurningar myndaðar. Rannsóknir voru settar upp samkvæmt matrix aðferð og niðurstöður samþættar með orðum og myndum.
Niðurstöður: Nítján rannsóknir samantektarinnar með þátttakendur (N=1939) frá 11 löndum sýndu ólíka uppbyggingu dagbóka en sambærilegt innihald og ljósmyndir virtust mikilvægar. Reynsla margra sjúklinga var að dagbókin væri gagnleg en upplýsingar gátu verið ónógar og yfirlestur tilfinningalega erfiður. Við útskrift af sjúkrahúsi voru einkenni bráðrar streituröskunar, kvíða og þunglyndis minni hjá sjúklingum með óraunverulegar gjörgæsluminningar sem fengu gjörgæsludagbók viku eftir gjörgæsludvöl. Hjá sjúklingum sem fengu dagbók voru raunverulegar gjörgæsluminningar fleiri einum mánuði eftir gjörgæsludvöl. Þremur mánuðum eftir gjörgæsludvöl hafði nýjum tilfellum sjúklinga með áfallastreituröskun fækkað, þunglyndiseinkenni minnkað og svefn batnað hjá sjúklingum sem fengu dagbók. Einstaka undirþættir heilsutengdra lífsgæða jukust sex, 12, 24 og 36 mánuðum eftir útskrift af gjörgæsludeild hjá sjúklingum sem fengu dagbók.
Ályktun: Vísbendingar eru um að reynsla sjúklinga af dagbók um gjörgæsludvöl geti verið góð og styðji sálrænt heilsufar þeirra til skemmri tíma. Þörf er á frekari rannsóknum til að rökstyðja gangsemi dagbóka fyrir heilsufar sjúklinga eftir útskrift af gjörgæsludeild ásamt því að kanna vægi ljósmynda í dagbók.
Lykilorð: Dagbækur, gjörgæsludeild, uppbygging, innihald, reynsla, útkoma
Background: Critical illness and an intensive care unit (ICU) stay can impact patients’ health after ICU. ICU diaries are designed to help patients fill their ICU memory gap and comprehend the ICU experience for supporting post-ICU psychological recovery. The usefulness of patients’ ICU diaries has not been fully demonstrated.
Objective: To explore the structure and content of patient ICU diaries and ICU patients ́ experience and outcomes of ICU diary for the purpose of evaluating ICU diary usefulness for patients.
Methods: A systematic review comprised of qualitative, quantitative, and mixed-method studies according to Joanna Briggs Institute guidelines and literature search performed at PubMed, CINAHL and Web of Science using PRISMA guidelines along with a retrospective snowball search. The results were synthesized in text and figures.
Results: 19 studies in 11 countries (N=1939) met the inclusion criteria. The diaries had various structure but similar content, and photographs seemed important. Patients experienced the diary as useful but also insufficient information and an emotional challenge reading it. Patients with a diary and disturbing ICU memories had less acute stress symptoms, anxiety and depression at hospital discharge after receiving ICU diary one week post-ICU. Receiving a diary increased factual ICU memories one month post-ICU. Patients with a diary had less depression, fewer incidences of new onset post-traumatic stress-disorder and improved sleep, three months post-ICU and increased health-related quality of life in several sub-scales, six, 12, 24 and 36 months after ICU discharge.
Conclusion: It is uncertain if an ICU diary has a positive impact on patients ́ psychological or physical health despite patients’ positive ICU diary experience. More research of ICU diaries on patients’ health after ICU discharge is needed to demonstrate their usefulness, including an outcome of photographs as a part of the diary.
Keywords: Diaries, intensive care unit, structure, content, experience, outcome
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Uppbygging-innihald-og-gagnsemi-dagbóka-fyrir-gjörgæslusjúklinga-lokaútgáfa (1).pdf | 703.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LANDSBOKASAEN-ISLANDS.pdf | 298.31 kB | Lokaður | Yfirlýsing |