is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44210

Titill: 
 • Að tilheyra. Hvar er staðurinn minn?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lífssaga er hluti af ævisögulegum rannsóknum (e. historical methods) þar sem rannsóknin beinist að einstaklingnum og ævi hans á einhvern hátt. Hvað er það sem hefur áhrif á líf okkar? Í þessari greinargerð er mín eigin lífssaga og það sem hefur mótað hana tekin til skoðunar. Ég styðst við kenningar Roy F. Baumeister og Mark R. Leary um hugtakið að tilheyra, þar sem þeir skoða það frá öllum hliðum og komast að því að það sé ein af grundvallarþörfum manneskjunnar. Ég styðst líka við Thomas F. Gieryn en hann fjallar um staðarhugtakið, þ.e. þörf manneskjunnar fyrir að eiga sér stað.
  Í þessu lokaverkefni geng ég út frá lífssögu minni og fjalla um hana í fyrsta hluta verkefnisins. Jafnframt tengi ég hana við hugtök eins og einelti, sem birtist í lífssögunni, og vöntun á að tilheyra. Einelti er skilgreint sem endurtekin hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna, ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Síðan fjalla ég um staðinn, Hlemmtorg nánar til tekið, og hvernig sá staður varð mikilvægur hluti af lífi mínu og nánast lífsbjörg. Lífssagan er því aðferðin sem ég beiti en jafnframt nýti ég mér eigindlegar viðtalsaðferðir sem birtast í útvarpsþáttunum sem fylgja þessari greinargerð. Hluti viðtalanna er einnig nýttur í greinargerðinni.
  Kveikjan að því að þetta efni varð fyrir valinu er reynsla mín af því að koma á Hlemm eftir langvarandi einelti haustið 1980, þá 17 ára gömul og dottin út úr námi, með brösótta reynslu af því að stunda vinnu og mjög lágt sjálfsmat. Á Hlemmi kynntist ég samfélagi þar sem allt einelti var á bak og burt og þarna myndaðist skjól þar sem okkur leið vel. Ég var auralaus, atvinnulaus og heimilislaus og þetta hefði átt að vera frekar glatað en það var það alls ekki, Hlemmurinn var yfirfullur af lífi og þarna var allskonar fólk, bæði rónar, smáglæponar og týndir krakkar eins og ég. Þarna upplifði ég ótrúlegt frelsi, kynntist sjálfri mér upp á nýtt og eignaðist vini sem ég gat treyst. Ég fékk frið fyrir eineltinu því að þarna var enginn til að kalla mig ljótum nöfnum. Ég vissi ekki að svona samfélag væri til og þegar ég lít til baka finnst mér það sérstaklega merkilegt að það skuli hafa verið á Hlemmi meðal fólks sem flest var ekki í góðri stöðu félagslega. Meðal krakkanna var hópur af strákum sem höfðu verið á Breiðavík, allt svalir náungar og lífsreyndir, og ekki höfðum við hugmynd um þann hrylling sem þeir höfðu gengið í gegnum þar. Samvera okkar á Hlemmi snerist um að hafa gaman og létta okkur lífið og við vorum ekki mikið að kafa í einhver vandamál sem við vissum ekki annað en að við ættum sjálf alla sökina á.
  Hvað dró okkur að þessum stað og hvaðan kom þessi vinátta? Hvað liggur að baki því að tilheyra og hvað gerist ef við fáum þeirri þörf ekki fullnægt? Hvað erum við tilbúin að leggja á okkur til að fá að tilheyra og hvers vegna festumst við í sambandi við einstaklinga sem eru ekki góðir við okkur? Er betra að tilheyra slíkum einstaklingi en að vera einn á báti? Getur þetta verið arfur frá því þegar við bjuggum í hellum fyrir tugþúsundum ára og þurftum að halda hópinn? Eða hvað?
  Life history is a part of historical methods where the research focuses on the individual and his life in some way. What is it that affects our lives? In this report, my own life history and what has shaped it is taken into consideration. I rely on the theories of Roy F. Baumeister and Mark R. Leary about the concept of belonging, where they look at it from all sides and find that it is one of the basic human needs. I also rely on Thomas F. Gieryn, but he discusses the local concept, i.e. human need to occur.
  In this final project, I start from my life story and discuss it in the first part of the project. At the same time, I associate it with concepts such as bullying, which appears in the life story, and the lack of belonging. Bullying is defined as repeated behavior that is designed to humiliate, belittle, insult, hurt, discriminate, threaten and cause distress to those it targets. Then I talk about the place, Hlemmtorg to be more specific, and how that place became an important part of my life and practically saved my life. The life history is therefore the method I use, but I also make use of qualitative interview methods that appear in the radio programs that accompany this report. Part of the interviews is also used in the report.
  The trigger that this topic was chosen is my experience of coming to Hlemmur after prolonged bullying in the fall of 1980, then 17 years old and dropped out of school, with a rough experience of doing work and a very low self-esteem. In Hlemmur, I got to know a community where all the bullying was behind us and away, and there was a shelter where we felt good. I was penniless, unemployed and homeless and it should have been rather lost but it wasn't at all, Hlemmur was overflowing with life and there were all kinds of people there, both rowdies, petty criminals and lost kids like me. There I experienced incredible freedom, got to know myself anew and made friends I could trust. I got peace from the bullying because there was no one there to call me ugly names. I didn't know such a community existed, and when I look back, I find it particularly remarkable that it should have been in Hlemmur among people most of whom were not in a good position socially. Among the kids was a group of boys who had been to Breiðavík, all cool guys with life experiences, and we had no idea of the horror they had gone through there. Our time together at Hlemmur was about having fun and making our lives easier, and we didn't delve too much into some problems that we didn't know other than that we were all to blame.
  What drew us to this place and where did this friendship come from? What lies behind the need to belong and what happens if we don't get that need met? What are we willing to do to belong and why do we get stuck in relationships with people who are not good to us? Is it better to belong to such a person than to be alone? Could this be a legacy from when we lived in caves tens of thousands of years ago and had to stick together? Or what?

Samþykkt: 
 • 12.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlemmur 1 01052023.mp3101.93 MBLokaður til...20.05.2025MPEG Audio
Hlemmur 2.mp395.8 MBLokaður til...04.05.2025MPEG Audio
MBLokaritgerð Að tilheyra.pdf344.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
margrét yfirlýsing.png788.95 kBLokaðurYfirlýsingPNG

Athugsemd: Ritgerð opin, útvarpsþættir læstir. Þeir eiga eftir að koma í útvarpi og gætu tekið breytingum.