is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44220

Titill: 
 • Algengi mótefna gegn CMV hjá konum á barneignaaldri á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Sýking af völdum cýtómegalóveiru (CMV) er ein af mikilvægustu ástæðum meðfæddra sýkinga og algengasta orsök skyntaugaheyrnartaps af völdum sýkinga. Flestar, eða 90% meðfæddra CMV sýkinga eru einkennalausar. Hjá þeim börnum sem fá einkenni eru blóðflögufæð, lifrarbólga og einkenni frá miðtaugakerfi algengust. Þessi rannsókn er fyrsti hluti af stærra verkefni um meðfæddar CMV sýkingar hjá börnum á Íslandi.
  Markmið: Að finna algengi mótefna gegn CMV hjá konum á barneignaaldri á Íslandi sem endurspeglar þá hættu á frumsýkingu og þannig mögulegu smiti hjá ófæddu barni.
  Efniviður og aðferðir: Á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala fengust gögn allra stúlkna og kvenna á aldrinum 15-45 ára sem áttu mælingu á mótefnum gegn CMV á árunum 2018-2022 að báðum meðtöldum. Gögnin innihéldu dagsetningu, aldur og CMV-IgG gildi. Póstnúmer voru fundin í þjóðskrá. Fundið var algengi CMV-IgG í úrtakinu og metið með tilliti til árs, aldurs og búsetu.
  Niðurstöður: Af 1511 mælingum voru 1187 (78,6%) með mótefni gegn CMV. Enginn munur var á milli ára og búsetu. Algengi mótefna gegn CMV var marktækt algengara með hækkandi aldri (p < 0,001). Algengi mótefnanna hækkaði með hverjum aldursflokki. Í hópi 15-20 ára var algengi mótefnanna 70% og í hópi 41-45 ára var það 85%.
  Ályktanir: Algengi mótefna mældist svipað og í nágrannalöndum. Niðurstöðurnar sýndu að algengi mótefna gegn CMV hækki með aldri. Athyglisvert er að 25% kvenna í hópi 20-25 ára og 20% í hópi 25-30 ára kvenna geta fengið frumsýkingu en við frumsýkingu er mesta hættan á smiti um fylgju og því á meðfæddri CMV sýkingu. Ráðlagt væri því að auka forvarnir og fræðslu fyrir þessa aldurshópa.

Samþykkt: 
 • 15.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf285.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
bs.sigrunagustsdottir.pdf562.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna