is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44221

Titill: 
  • Greining og meðferð sjúklinga með krabbamein í legbol
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Árlega greinast að meðaltali 33 einstaklingar með legbolskrabbamein á Íslandi. Algengust eru þekjukrabbamein sem upprunninn eru í slímhúð legsins, en mun sjaldgæfari eru sarkmein í legveggnum. Meðferð er iðulega fólgin í skurðaðgerð; legnámi og brottnámi eggjastokka og eggjaleiðarar. Viðbótarmeðferð getur verið geislameðferð, lyfjameðferð eða hormónameðferð. Markmið rannsóknarinnar var að skrá greiningu og meðferð sjúklinga með legbolskrabbamein á Íslandi og bera niðurstöður saman við gögn frá Svíþjóð.
    Efni og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar voru 111 einstaklingum sem greindust með legbolskrabbamein á tímabilinu 1. janúar 2020 – 31. desember 2022. Krabbameinsskrá Íslands veitti kennitölur einstaklinganna. Upplýsingar um greiningu og meðferð fengust í sjúkraskrárkerfi Sögu og Heilsugátt. Gögnin voru skráð í stöðluð skráningarform að fyrirmynd sænsku gæðaskráningarinnar (INCA).
    Niðurstöður: Legslímuæxli voru um 92% og var ekki marktækur munur á hlutföllum vefjagerða né aldursdreifingu sjúklinga miðað við Svíþjóð. Um 92% tilfella voru meðhöndluð með skurðaðgerð. Aðgerðaþjarka var beitt í 57% tilfella, en í Svíþjóð 68.2%. Ekki var frekari munur á aðgerðatækni milli landanna. 64% sjúklingar voru meðhöndlaðir með skurðaðgerð eingöngu, 14.4% með skurðaðgerð og geislameðferð og 7.2% skurðaðgerð og lyfjameðferð. Í Svíþjóð var lyfjameðferð aftur á móti algengari viðbótararmeðferð, 14.2% en geislameðferð 1.4%.
    Ályktanir: Greining sjúklinga með legbolskrabbamein er sambærileg greiningu í Svíþjóð með tilliti til aldurs sjúklinga og vefjagerða meinanna. Meðferð sjúklinga bæði hvað varðar aðgerðatækni og val á viðbótarmeðferð er sambærileg, að því undanskildu að aðgerðaþjarka var beitt oftar í Svíþjóð og að á Íslandi fá fleiri viðbótarmeðferð í formi geislameðferðar, meðan lyfjameðferð er algengari viðbótarmeðferð í Svíþjóð.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Krabbamein í legbol ORÁ.pdf1.24 MBLokaður til...31.12.2028HeildartextiPDF
anonym3248_2023-05-12_13-55-20.pdf135.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF