is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44223

Titill: 
  • Hálshryggjarbrot eftir háorkuáverka á Landspítala 1998-2022
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hálshryggjarbrot eru sjaldgæf en geta haft alvarlegar afleiðingar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði hálshryggjarbrota á Landspítala eftir háorkuáverka.
    Sjúkragögn einstaklinga með hálshryggjarbrot á Landspítala árin 1998-2022 voru yfirfarin m.t.t. aldurs, kyns, orsaka, staðsetningar brota, legutíma, skurðaðgerða og afdrifa. Tölvusneiðmyndir voru yfirfarnar í Agfa kerfinu til staðfestingar á greiningu brots og brot flokkuð eftir AO flokkunarkerfinu.
    Alls greindust 323 einstaklingar með brot á 499 hálshryggjarliðum. Að meðaltali voru 12,9 slys á ári. Meðalaldur var 39,9 ár og karlar voru 64,4% rannsóknarþýðis. Umferðarslys voru algengasta orsök hálshryggjarbrota (73,4%) og þar af voru bílveltur algengastar (41,8% allra þátttakenda). 64% einstaklinga með erlenda kennitölu lentu í bílveltu. Hestaslys og föll voru næstalgengustu orsakirnar (7,7% hvor). Konur lentu oftar í aftanákeyrslum, hestaslysum og íþróttaslysum. Flestir sem brotnuðu á neðri hálshrygg brotnuðu á C7 (30,4% neðri hálshryggjar, 22,4% allra liða) og A0 (minniháttar brot) var algengasti kóðinn. Flestir sem brotnuðu á efri hálshrygg brotnuðu á C2 þar sem flest brotanna fengu kóðann IIIA (brotinn C2 án liðbandaáverka). Aðgerðir voru algengastar meðal brota sem fengu kóðana IIB (skaðað þverband), A4 (fullþykktar sprengibrot) og F4 (liðskekking). Markverður munur var á aðgerðarábendingu eftir stöðugleika brots en alls fóru 29,4% í aðgerð. 55% voru með aðra áverka og 1,9% létust vegna hálshryggjarbrots.
    Umferðarslys voru algengasta ástæða hálshryggjarbrots. Öryggi í umferðinni og aðbúnaður ökumanna skiptir máli til að koma í veg fyrir slys og nauðsynlegt er að fræða ferðamenn um hættur á íslenskum vegum. Hálshryggjarbrotum fer fækkandi en ekki eins hratt og öðrum umferðarslysum.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hálshryggjarbrot-eftir-háorkuáverka-ISE.pdf2,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.ise.pdf188,69 kBLokaðurYfirlýsingPDF