is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44226

Titill: 
  • Stærð brjóstakrabbameinsæxla við greiningu: Samanburður á stærð skimunargreinda og klínískt greindra æxla og milli Íslands og Svíþjóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mat á stærð frumæxlis hefur áhrif á horfur og meðferðarval vegna brjóstakrabbameina. Hægt er greina brjóstakrabbamein fyrr á sjúkdómsferli með skimun. Þátttaka í brjóstaskimun á Íslandi hefur verið lág en í Svíþjóð er mætingahlutfallið yfir evrópskum gæðaviðmiðum. Markmið verkefnisins er að bera saman stærð skimunar og klínískt greindra brjóstakrabbameinsæxla. Ennfremur að bera saman klíníska og meinafræðilega stærð og hvort munur sé á stærð brjóstakrabbameinsæxla við greiningu á Íslandi og í Svíþjóð.
    Aðferðir: Rannsóknarþýðið voru allar konur sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi tímabilið 2016-júlí 2022. Gögn úr gæðaskráningargrunni krabbameina voru fengin frá Krabbameinsskrá og borin saman við sambærileg gögn frá sænsku krabbameinsskránni.
    Niðurstöður: Klínískt metin æxlisstærð var marktækt stærri en meinafræðileg æxlisstærð þegar öll æxli voru metin (20mm og 17mm, p<0,01), en ekki var marktækur munur á klínískri og meinafræðilegri æxlisstærð ef æxli meðhöndluð með formeðferð voru tekin frá (21mm og 21mm, p=0,63). Æxli greind í skimun voru marktækt minni en klínískt greind æxli, bæði út frá klínískri stærð (17mm og 29mm, p<0.01) og meinafræðilegri stærð (formeðhöndluð æxli undanskylin) (16mm og 28mm, p<0,01). Hjá konum á skimunaraldri voru 47,7% æxla greind við brjóstaskimun á Íslandi en 59,1% í Svíþjóð (p<0.01). Á Íslandi voru 51,8% æxla með klíníska stærð <20mm en í Svíþjóð 56,1% (p<0.01).
    Umræður: Klínískt mat á æxlisstærð gaf góða mynd á raunverulegri æxlisstærð metin af meinafræðingum. Stærð brjóstakrabbameinsæxla greind í skimun voru marktækt minni en þau sem greinast klínískt. Brjóstakrabbameinsæxli sem greinast á Íslandi voru stærri en í Svíþjóð sem skýrist líklega af lægri þátttöku í brjóstaskimun á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærð brjóstakrabbameina við greiningu-LOKA.pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan0080.pdf436.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF