is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44227

Titill: 
 • Fylgigláka vegna blóðþurrðar, meðferð með Ahmed shunt ísetningu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Fylgigláka vegna blóðþurrðar (NVG) er illvíg annars stigs gláka sem einkennist af nýæðamyndun í lithimnu og í síu augans ásamt æðaríks bandvefs í forhólfshorninu. Orsök NVG er yfirleitt blóðþurrð í sjónhimnu eða undirliggjandi bólga í auga. Helstu undirliggjandi orsakir NVG eru sykursýki, blóðtappi í auga, bólga í auga og OIS. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ástand og afdrif sjúklinga sem undirgengust Ahmed shunt ísetningu og voru með NVG á árunum 2012-2022.
  Aðferðir: Um var að ræða afturskyggna rannsókn á einstaklingum með NVG sem undirgengust Ahmed shunt ísetningu á Landspítala á 10 ára tímabili. Upplýsingum um sjúkdómsgreiningu, sjón, augnþrýsting, sjónsvið og fjölda þrýstingslækkandi lyfja fyrir aðgerð var safnað og breytingar kannaðar á nokkrum tímapunktum eftir aðgerð.
  Niðurstöður: Rannsóknarúrtakið voru 30 einstaklingar, 13 með sykursýki, 9 með blóðtappa í auga, 7 með bólgu í auga og 1 með OIS. Marktækur munur (p < 0,05) var á augnþrýstingi og fjölda þrýstingslækkandi lyfja eftir aðgerð. Ekki sást marktæk versnun á sjón og sjónsviði eftir aðgerð. Ekki var marktækur munur á þessum gildum milli undirorsaka að undanskildu sjónsviði sem var breytilegt milli sykursjúkra og einstaklinga með lithimnubólgu og OIS.
  Umræða: Rannsóknin sýndi að sjúklingar með fylgigláku vegna blóðþurrðar, sem undirgengust Ahmed shunt ísetningu, voru með verulega skerta sjón og sjónsvið. Eftir aðgerð varð marktæk lækkun á augnþrýstingi og notkun glákulyfja. Niðurstöðurnar sýndu lítinn breytileika milli sjúklinga með mismunandi undirliggjandi sjúkdóma. Rannsóknin var í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem Ahmed shunt ígræðsla viðheldur stöðugri sjón og sjónsviði eftir aðgerð. Niðurstöðurnar styðja við inngrip með Ahmed shunt ísetningu hjá þessum sjúklingahópi.

 • Útdráttur er á ensku

  Glaucoma is a group of diseases that damage the optic nerve. Neovascular glaucoma (NVG) is a secondary glaucoma characterized by NVI and neovascularization of the trabecular meshwork together with a fibrovascular membrane that forms in the angle. The cause of NVG is usually ischemia in the retina or inflammation within the eye. The main conditions that cause NVG are diabetes, CRVO, inflammation of the eye and OIS. The aim of this study is to observe VA, IOP, VF and glaucoma medication after Ahmed glaucoma valve implant.
  This is a retrospective study of patients that had surgery at Landspítalinn between 2012-2022. Information was gathered about VA, IOP, VF and glaucoma medication before and after surgery.
  30 patients with NVG were enrolled in this study, 13 had diabetes, 9 had CRVO, 7 had uveitis and one had OIS. There was a significant difference (p < 0,05) in IOP and glaucoma medication after surgery. The study did not show a significant difference between VA and VF before and after surgery. No significant difference was found in VA, IOP and glaucoma medication between any of the underlying causes. However, there was a significant difference in VF between diabetic patients and patients with uveitis and OIS.
  This study shows that people with NVG that undergo Ahmed glaucoma valve surgery have poor vision and VF. Ahmed glaucoma valve surgery seems to stabilize VA and VF, lower IOP and decrease the number of glaucoma medications patients need to use. There seems to be no difference between the underlying causes of NVG except for VF measurements. These results support previous studies made on the Ahmed glaucoma valve and the decision to perform this surgery on NVG patients.

Samþykkt: 
 • 15.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fylgigláka vegna blóðþurrðar.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-1.pdf145.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF