is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44230

Titill: 
  • Könnun á fylgni við staðlað verklag við töku bláæðablóðsýna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur. Gæðastaðlar í rannsóknavinnu eru lykilatriði þess að hægt sé að veita vandaða og nákvæma rannsóknaþjónustu við sjúklinga og til að tryggja öryggi starfsfólks sjúkrahúsa. Fylgni við gæðastaðla bláæðablóðtaka hefur ekki verið könnuð áður á Íslandi, svo ekkert er vitað um stöðu hennar og viðhorf fólks til verkreglna þeirra sem settar eru fram í gæðahandbók LSH. Könnun fylgni er forsenda þess að finna hvar er hægt að bæta stöðuna.
    Aðferðir. Fylgst var með 204 bláæðablóðsýnatökum á bráðamóttökum, legudeildum og göngudeildum Rannsóknakjarna á Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut og í Fossvogi. Listi með atriðum sem hafa áhrif á heilsu og öryggi sjúklings og/eða gæði bláæðablóðsýnis var settur upp og merkt við á meðan fylgst var með blóðsýnatökum.
    Niðurstöður. Fylgni við leiðbeinandi verklag í gæðahandbók á LSH er ábótavant á öllum deildum þó mismikið. Gögn sýndu fram á að fylgni við gæðastaðla var ekki eins góð of vera ætti í mörgum þeirra atriða sem haft geta mikil áhrif á öryggi og heilsu sjúklinga og starfsfólks, ásamt því að gæði blóðsýna geta verið ábótavant og niðurstöður mælinga óáreiðanlegar af þeim sökum.
    Ályktun. Bæta þarf kennslu og þjálfun starfsfólks, bæði í töku og frágangi bláæðablóðsýna. Möguleiki á alvarlegum afleiðingum er til staðar og nauðsynlegt er að leita leiða við að bæta verklag við töku bláæðablóðsýna.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaverkefni. Höf. Júlíana Rut Jónsdóttir - Vor 2023.pdf2.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf4.46 MBLokaðurYfirlýsingPDF