is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44231

Titill: 
  • Eru tengsl milli rótaveirusýkinga hjá ungbörnum og astma, ofnæmis eða sýkinga síðar í barnæsku?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Algengasta orsök bráðra iðrasýkingar hjá ungum börnum er rótaveirusýking. Rótaveirusýkingar geta haft margvísleg áhrif á börn á meðan veikindum stendur og mögulega til lengri tíma. Mögulegt er að slæm iðrasýking geti raskað örveruflórunni, en vísbendingar benda til að slík röskun geti haft áhrif á þroska ónæmiskerfisins. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort börn sem greinast með rótaveirusýkingu snemma á ævinni séu líklegri til að greinast með astma og ofnæmi og séu móttækilegri fyrir sýkingum en börn sem greinast ekki.
    Efniviður og aðferðir: Til skoðunar voru allar rótaveirugreiningar hjá börnum á fyrsta aldursári á tímabilinu 2012 – 2021. Til samanburðar voru fundin tvö viðmið af handahófi sem fæddust sama dag. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ICD-10 greiningarkóða á árunum 2013 - 2022 fyrir astma- og hvæsiöndun, ofnæmi og algengar sýkingar.
    Niðurstöður: Í rannsókninni voru 105 rótaveirutilfelli og 210 í samanburðarhópi. Meðalfjöldi valdra ICD-10 greiningarkóða á barn var hærri hjá rótaveiruhópi (p=0,040). Greiningar á astma voru sambærilegar milli hópanna (p=0.42). Á tímabilinu var marktækt hærra hlutfall ofnæmisgreininga í rótaveiruhópnum (p=0,046). Greiningar á bráðum efri öndunarfærasýkingum voru marktækt fleiri í rótaveiruhópnum (p = 0,0004), auk þess var marktækur munur á nýgengi (p=0,019). Eyrnabólgur voru marktækt fleiri í rótaveiruhópnum samanborið við viðmið (p=0,0001), en ekki var marktækur munur á nýgengi. Rótaveiruhópur var með marktækt hærra nýgengi lungnabólgu (p=0,024), en ekki var marktækur munur á meðalfjölda lungnabólgugreininga.
    Ályktun: Út frá niðurstöðunum má álykta að rótaveirusýkingar ungbarna á fyrsta aldursárinu hafi möguleg tengsl við hættu á bráðum efri og neðri öndunarfærasýkingum, og ofnæmi síðar meir.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð - AI.pdf3,93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing - AI.pdf498,02 kBLokaðurYfirlýsingPDF