is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44235

Titill: 
  • Útkomur meðgangna og fæðinga á Íslandi hjá konum sem hafa orðið þungaðar eftir glasafrjóvgun á árunum 2019-2021. Samanburður á konum sem fengu meðferð hérlendis og erlendis
  • Titill er á ensku Obstetric and perinatal outcomes in Iceland among women that gave birth after in vitro fertilization (IVF/ICSI) in 2019-2021
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Útkomur meðgangna og fæðinga eftir glasafrjóvgunarmeðferðir hafa aldrei verið kannaðar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Að gera samanburð á konum sem fengu meðferð hérlendis og erlendis með tilliti til þekktra undirliggjandi áhættuþátta, sjúkdómsgreininga á meðgöngu, útkomu fæðingar og heilsu barnsins. Að kanna hvort meðgöngulengd var áætluð út frá glasafrjóvgunarmeðferð eða ómskoðun, og hvort það hafði áhrif á klíníska ákvarðanatöku um inngrip á meðgöngu og í fæðingu.
    Efni og aðferðir: Afturskyggn ferilrannsókn. Rannsóknarþýðið (n=427) var konur sem fæddu eftir glasafrjóvgun á árunum 2019-2021. Tveir hópar voru skilgreindir eftir því hvort meðferðin fór fram erlendis (n=46) eða á Íslandi (n=381). Notast var við lýsandi tölfræði og tölfræðileg marktækni miðaðist við p<0,05.
    Niðurstöður: Við samanburð á hópunum erlendis og á Íslandi voru niðurstöðurnar eftirfarandi: meðalaldur 38,3 ár og 34,2 ár (p<0,001), erlent ríkisfang 13 (28,3%) og 28 (7,3%) (p=0,002), gjafaegg 18 (39,1%) og 23 (6,0%) (p<0,001), greining á háþrýstingssjúkdómi og/eða meðgöngusykursýki 31 (67%) og 154 (40,4%) (p<0,001). Ómarktækur munur var á öðrum undirliggjandi áhættuþáttum og útkomum tengdum fæðingu og heilsu barnsins. Meðgöngulengd var áætluð út frá glasafrjóvgun hjá 65%, ómskoðun hjá 25% og hjá 10% var aðferð óljós. Í sex tilvikum gat skipt máli fyrir ákvarðanatöku hvort meðgöngulengd var áætluð út frá glasafrjóvgun miðað við aðrar aðferðir.
    Ályktanir: Konur sem leita meðferðar erlendis eru að meðaltali eldri og hærra hlutfall þeirra þarfnast gjafaeggja eða hefur erlent ríkisfang. Hærra hlutfall sjúkdómsgreininga á meðgöngu gæti skýrst af hærri aldri eða gjafaeggjameðferðum, sem hvoru tveggja eru þekktir áhættuþættir. Ekki er hægt að útiloka að val á aðferð við áætlun meðgöngulengdar hafi áhrif á klíníska ákvarðanatöku.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Obstetric and perinatal outcomes resulting from IVF/ICSI have never been studied in Iceland. There were two aims in this study. To compare underlying risk factors, diagnosis of pregnancy-related diseases and perinatal outcomes among women who had IVF/ICSI abroad versus in Iceland. To assess whether IVF/ICSI or ultrasound was used to estimate gestational age, and whether this influenced clinical decision-making during pregnancy and childbirth.
    Methods: Retrospective cohort that studied women (n=427) who gave birth after IVF/ICSI in 2019-2021. Two groups were defined: treatment abroad (n=46) or in Iceland (n=381). Descriptive statistics were used and statistical significance was set at p<0.05.
    Results: Respectively, the results for the groups abroad and Iceland were: mean age 38,3 years and 34,2 years (p<0,001), foreign citizenship 13 (28,3%) and 28 (7,3%) (p=0,002), donated oocyte 18 (39,1%) ans 23 (6,0%) (p<0,001), diagnosis of pregnancy induced-hypertension and/or gestational diabetes 31 (67%) and 154 (40,4%) (p<0,001). Other underlying risk factors and perinatal outcomes were non-significant. Gestational age was estimated based on IVF in 65% of cases, ultrasound in 25% and unknown method in 10%. This could have influenced clinical decision-making in six cases.
    Conclusion: Women who seek treatment abroad are on average older and a higher proportion of them needs donor oocytes or have a foreign citizenship. The higher rate of diagnosis of pregnancy-related diseases in the group abroad could be explained by older age or donor oocyte treatments, both of which are known risk factors. It cannot be ruled out that the choice of method to estimate gestational age affects clinical decision-making.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EMG-BSritgerd.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing-undirritud.pdf317.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF