is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44248

Titill: 
 • Fjársmit loftslagsáhættu hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hnattræn hlýnun og efnahagsleg áhrif hennar á fjármálafyrirtæki eru sífellt að setja meira
  svip sinn á bæði alþjóðlegan og íslenskan fjármálamarkað. Hugtakið fjársmit hefur hægt
  og rólega öðlast sess á alþjóðlegum vettvangi og markmið rannsóknarinnar var að skoða
  hvort fjársmit loftslagsáhættu gæti haft áhrif á fjármálafyrirtæki á íslenskum
  fjármálamarkaði. Þróað var líkan sem byggir á fræðilegum heimildum um fjársmit sem
  hluta af kerfisáhættu og áhættustýringu með tilliti til loftslagsáhættu.
  Rannsóknin skiptist í tvo hluta þar sem rannsakaður var möguleikinn á áhættukveikju
  með framkvæmd sjálfbærniáhættumats á eignum íslenska viðskiptahagkerfisins eftir
  atvinnugeirum og síðan var rannsakaður möguleikinn á fjársmiti út frá áhættukveikjunni
  með greiningu á þyrpingum fjármálafyrirtækja eftir starfsheimildum og eignastærð
  þeirra. Fyrsti hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur með gögnum frá CreditInfo
  byggðum á TCFD sjálfbærniáhættumati þar sem skimað var fyrir áhættu með
  krossgreiningu á SASB flokkunarkerfinu við ÍSAT2008 atvinnugreinakerfið og áhrif
  áhættunnar voru metin með kortlagningu eignastærðar atvinnugeiranna út frá gögnum
  Hagstofunnar.
  Seinni hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur með þáttagreiningu á starfsheimildum
  fjármálafyrirtækja út frá hlutverki þeirra í efnahagnum og hvort virði þeirra byggðist á því
  að flytja virði á milli nútíðar og framtíðar, vernda virði með áhættudreifingu eða styðja
  við úthlutun og dreifingu virðis á markaði. Starfsheimildir fyrirtækjanna voru vigtaðar út
  frá eignastærð þeirra og síðan voru smitrásirnar og styrkleikar þeirra kortlagðar út frá
  sameiginlegum starfsheimildum fyrirtækjanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að aðstæður á íslenskum viðskipta- og
  fjármálamarkaði uppfylla skilyrði fyrir myndun fjársmits hjá íslenskum
  fjármálafyrirtækjum vegna undirliggjandi loftslagsáhættu hjá viðskiptahagkerfinu.
  Meirihluti viðskiptahagskerfisins er útsettur fyrir fjölda neikvæðra áhættuflokka vegna
  loftslagsáhættu sem uppfyllir skilyrði fyrir áhættukveikju fjársmits og ójafnar þyrpingar
  fjármálafyrirtækja með missterkum smitrásum sín á milli mynda net sem getur magnað
  upp neikvæð áhrif loftslagsáhættunnar.

Samþykkt: 
 • 15.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Meistaranám_Fjármál_Fyrirtækja_Eva_Valdís_Jóhönnudóttir_13_05_2023.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Eva Valdís Jóhönnudóttir.pdf428.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF