is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44253

Titill: 
 • Sykursýki 1 í börnum og unglingum á Íslandi: Gæðavísar á göngudeild barna og unglinga með sykursýki
 • Titill er á ensku Type 1 Diabetes in the Paediatric Population of Iceland: Quality Indicators in Outpatient Care for Children and Adolescents with Diabetes in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Sykursýki 1 er algengur sjúkdómur meðal barna og veldur hækkuðum blóðsykri. Sykursýki getur valdið bráðum og síðbúnum afleiðingum og beinist meðferð að því að halda blóðsykri innan eðlilegra marka til að koma í veg fyrir afleiðingar hennar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur í meðferð sykursýki hjá börnum og unglingum á Íslandi.
  Aðferðir: Rannsóknarþýðið voru öll börn með sykursýki á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. Upplýsingar um langtímasykur, aldur, kyn og meðferðarform voru sóttar í sjúkraskrárkerfi. Áhrif þessara breyta o.fl. á langtímasykur voru könnuð.
  Niðurstöður: Á tímabilinu voru 375 börn með 9364 komur á göngudeild, þ.e. 54,4% drengir og 45,6% stúlkur. Meðalaldur var 12,7 ár, en meðalaldur við greiningu var 9,8 ár. Nýgengi <15 ára barna var 21,1 á 100.000 p/ár. Gögnum um fylgigreiningar var safnað frá 2018, 2,2% höfðu selíak sjúkdóm og 11,2% vanvirkan skjaldkirtil. Frá 2018 voru 31 tilfelli ketónablóðsýringar og þar af voru nítján með ketónablóðsýringu við greiningu (21,1% greininga). Meðferðarárangur hefur batnað á síðastliðnum árum, meðal HbA1c var hæst 2012, 70,7 mmol/mol og lægst 60,3 mmol/mol árið 2022. Stúlkur voru með marktækt hærri langtímablóðsykur. Ný hálf-sjálfvirk dæla lækkaði langtímasykur um 4 mmol/mol (p<0,001) og eftirfylgnin eftir dæluuppsetningu var tvö ár.
  Umræður: Hratt batnandi árangur hefur náðst í meðferð sykursýki barna og unglinga á Íslandi á síðastliðnum árum, en það er langt í land miðað við árangur í Svíþjóð. HbA1c lækkaði marktækt með tilkomu nýrra dæla, og er í samræmi við erlendar rannsóknir. Ekki var marktæk breyting á nýgengi, ólíkt því sem hefur sést í erlendum rannsóknum.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Type 1 diabetes is a common disease among children that causes increased blood glucose levels. Diabetes can cause acute and chronic sequelae, and the treatment of diabetes is aimed at keeping blood glucose within normal limits to prevent these complications. The goal of this study is to investigate the quality of treatment provided in Iceland.
  Methods: The study population included all children with diabetes in Iceland for the past 20 years. Data on HbA1c, age, gender, treatment modality etc. were gathered from medical records.
  Results: During the research period, 375 children had 9364 outpatient visits, with 54.4% boys and 45.6% girls. The mean age was 12.7 years, and the mean age at diagnosis was 9.8 years. The incidence for children <15 years was 21.1 per 100,000 person-years. Data on associated conditions were gathered since 2018, and 2.2% had celiac disease, and 11.2% had hypothyroidism. Since 2018, 31 cases of diabetic ketoacidosis occurred, 19 were at diagnosis (21.1% of diagnoses). HbA1c has decreased in recent years, with the mean HbA1c highest in 2012 at 70.7 mmol/mol and lowest in 2022 at 60.3 mmol/mol. Girls had significantly higher HbA1c. A new hybrid closed-loop insulin pump decreased HbA1c by 4 mmol/mol (p<0.001), and the follow-up lasted for two years.
  Discussion: HbA1c has decreased rapidly in recent years, but is still significantly higher than in Sweden. HbA1c lowered when a hybrid closed-loop insulin pump was introduced, which is similar to other studies on the subject. The incidence has not significantly increased, contrary to other research.

Samþykkt: 
 • 15.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sykursýki í börnum og unglingum á Íslandi.pdf4.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_skemman.pdf5.72 MBLokaðurYfirlýsingPDF