is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44258

Titill: 
  • Endurtekin segulörvun á heila við meðferðarþráu og langvinnu þunglyndi. Uppgjör á árangri meðferðarinnar fyrstu 15 mánuðina á Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2022-2023
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þunglyndi er algengur, alvarlegur og oft langvinnur sjúkdómur og leiðandi orsök heilsubrests í heiminum. Það er nú önnur algengasta ástæða örorku á heimsvísu og eitt mesta lýðheilsuvandamál nútímans. Þunglyndi veldur mikilli vanlíðan, færni- og lífsgæðaskerðingu og því fylgir oft vonleysi og hjálparleysi. Það er helsta ástæða sjálfsvíga meðal karla og kvenna. Ársalgengi þunglyndis er 5-10%, tvöfalt hærra hjá konum en körlum, og lífstíðaralgengi að minnsta kosti 20%. Allt að þriðjungur þunglyndra fær litla eða enga svörun af þunglyndislyfjameðferð. Talað er um meðferðarþrátt þunglyndi ef fólk svarar ekki meðferð með tveimur þunglyndislyfjum í a.m.k. 6 vikur með hvoru lyfi í meðferðarskömmtum. Síðustu áratugi hefur meðferð með segulörvun komið fram á sjónarsviðið sem meðferðarúrræði við meðferðarþráu þunglyndi. Frá því í janúar 2022 hefur Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins boðið upp á segulörvunarmeðferð fyrir fullorðna sem þjást af meðferðarþráu eða langvinnu þunglyndi. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur meðferðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn. Þátttakendur voru einstaklingar sem hófu og luku eða hættu í segulörvunarmeðferð hjá Heilaörvunar-miðstöðinni frá 26. janúar 2022 til 30. apríl 2023. Rannsóknin byggði á svörum þátttakenda við sjálfsmatskvörðum sem lagðir voru fyrir í upphafi meðferðar, á meðan á meðferð stóð og við lok meðferðar. Sjálfsmatskvarðarnir sem notaðir voru eru PHQ-9 og BDI-II til að meta þunglyndi, GAD-7 til að meta kvíða, auk lífsgæðakvarða, QOLS, og heildarmats á breytingu, PGIC. Upplýsingum um fyrri meðferð var einnig safnað úr tilvísunum og sjúkraskrám þátttakenda. Niðurstöður: Á tímabilinu fengu 57 einstaklingar segulörvunarmeðferð hjá Heilaörvunarmiðstöðinni (64,9% konur, unipolar þunglyndi 84,2%, en bipolar þunglyndi 15,8%). Hlutfall þátttakenda sem svaraði meðferðinni (≥50% lækkun á PHQ-9 eða BDI-II) samkvæmt PHQ-9 og BDI-II var 34,5% og 42,0%, og hlutfall þeirra sem fóru í fullt sjúkdómshlé samkvæmt PHQ-9 (<5) og BDI-II (<14) var 14,5% og 32,0%. Brottfallshlutfall var aðeins 10,5%. Ekki komu fram neinar alvarlegar aukaverkanir við meðferðina. Ályktanir: Árangur segulörvunarmeðferða Heilaörvunarmiðstöðvarinnar við meðferðar-þráu og langvinnu þunglyndi er sambærilegur niðurstöðum erlendra rannsókna. Rannsóknin bendir til þess að segulörvunarmeðferðir Heilaörvunarmiðstöðvarinnar séu öruggt og virkt meðferðarúrræði við meðferð á meðferðarþráu og langvinnu þunglyndi.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Depression is a common, severe, and often chronic illness. It is now the second leading cause of disability worldwide and one of the biggest public health challenges of our time. Depression causes significant distress, functional impairment and diminishing quality of life, and is often accompanied by hopelessness and helplessness. It is the leading cause of suicide among both men and women. The annual prevalence of depression is 5-10%, twice as high in women as in men, and a lifetime prevalence of at least 20%. Up to a third of depressed individuals show little or no response to antidepressant medication. Treatment-resistant depression is a term used when a person does not respond to treatment with two different antidepressants for at least six weeks at therapeutic doses. In recent decades, repetitive transcranial magnetic stimulation (rTMS) has emerged as a therapeutic option for treatment-resistant depression. Since January 2022, Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, has offered rTMS and iTBS (intermittent theta-burst stimulation) therapy for adults suffering from treatment-resistant or longstanding depression, for the first time in Iceland. The aim of the study is to evaluate the effectiveness of the treatment. Materials and Methods: This is a retrospective cohort study. Participants were individuals who started and completed or discontinued rTMS/iTBS therapy at Heilaörvunarmiðstöðin from January 26th, 2022, to April 30th, 2023. The study relied on self-assessment questionnaires completed by participants at the beginning of treatment, during treatment, and at the end of treatment. The self-assessment questionnaires used were PHQ-9 and BDI-II to assess depression, GAD-7 to assess anxiety, as well as a Quality of Life Scale (QOLS) and an instrument to measure patients´ overall evaluation of change (PGIC). Information was also collected from participants' medical records. Results: During the study period, 57 individuals received rTMS/iTBS therapy at Heilaörvunarmiðstöðin (64.9% female, 84.2% had unipolar depression and 15.8% had bipolar depression). The proportion of participants who responded to the treatment (≥50% reduction on PHQ-9 or BDI-II) according to PHQ-9 and BDI-II was 34.5% and 42.0%, respectively, and the proportion of those who achieved full remission according to PHQ-9 (<5) and BDI-II (<14) was 14.5% and 32.0%, respectively. The dropout rate was only 10.5%. No serious adverse effects were reported during the treatment. Conclusions: The effectiveness of rTMS/iTBS therapy at Heilaörvunarmiðstöðin for treatment-resistant and longstanding depression is comparable to the findings of recent international research. The study suggests that rTMS/iTBS therapies offered by Heilaörvunarmiðstöðin are safe and effective interventions for treatment-resistant and longstanding depression.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín María Árnadóttir. Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis..pdf248.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Elín María Árnadóttir. Endurtekin segulörvun á heila við meðferðarþráu og langvinnu þunglyndi. Lokaverkefni til BS-prófs í Læknisfræði_.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna