Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44265
Umræðan um sjálfbærni hefur aukist í samfélaginu síðustu ár. Byggingaiðnaði fylgja neikvæð umhverfisáhrif og ber iðnaðurinn mikla ábyrgð á stórum hluta kolefnislosunar jarðar. Í þessari ritgerð verður fjallað um þau áhrif sem byggingafyrirtæki hafa á umhverfið og sérstök áhersla er lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka stöðu sjálfbærnimála hjá meðalstórum byggingafyrirtækjum á Íslandi. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi viðtala og aukarannsóknar (e. secondary research). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sjálfbærnimál hjá meðalstórum byggingafyrirtækjum eru ekki langt á veg komin hér á landi, fá fyrirtæki hafa sett sér stefnu í sjálfbærnimálum og það má rekja til þekkingarleysis og langs ferlis við að innleiða sjálfbæra starfshætti. Einnig er innleiðing hringrásarhagkerfisins ekki langt á veg komin innan iðnaðarins og helstu ástæður fyrir því eru hugmyndir um hversu dýr innleiðing getur verið, vöntun á fjárhagslegum hvata og þekkingarleysi innan iðnaðarins.
Lykilorð: Sjálfbærni, hringrásarhagkerfið, umhverfismál, byggingaiðnaður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Ritgerð JSE og SMS.pdf | 659.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |