is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44266

Titill: 
  • Áhrif verðbólguspá Seðlabanka Íslands á markaðsaðila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Seðlabanki Íslands hefur árum saman birt verðbólguspá bankans opinberlega en í slíkum spám getur þó verið undirliggjandi óvissa sem þjóðhagslíkön ná ekki utan um. Því var þetta verkefni unnið í þeim tilgangi að varpa ljósi á þau áhrif sem verðbólguspár Seðlabanka Íslands kunna að hafa á markaðsaðila. Framkvæmdar voru tvær greiningar á verðbólguspá Seðlabankans. Fyrst var skoðað einfalda yfirsýn á þá óvissu sem er til staðar í verðbólguspám þar sem notast var við ársfjórðungsleg gögn um verðbólguspá bankans á árunum 2013-2022. Síðan var framkvæmd aðhvarfsgreining sem er innblásin af rannsókn Lembroni o.fl. (2021), á breytingum í verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði við útgáfu verðbólguspá Seðlabankans.
    Niðurstöður fyrri greiningar benda til þess að spá líkindabila fyrir verðbólgu þrjá og sex ársfjórðunga fram í tímann er að meðaltali næst raunverðbólgu en undir lok spátímabilsins er verðbólgu nánast undantekningarlaust vanspáð. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar sýndu fram á það að óvissa í verðbólguspám hefur jákvæð áhrif á verðbólguálag en eftir því sem líkindabilin verða breiðari því minni verða þessi jákvæðu áhrif sem þau hafa á álagið. Væntingar markaðsaðila sem og greiningaraðila hafa einnig áhrif á verðbólguálagið og því hægt að draga þá ályktun að upplýsingaflæði bankans er að einhverju leyti að hreyfa við markaðnum hér á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak BSc ritgerð - Verðbólguspá.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna