is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44269

Titill: 
  • Mikil ofþyngd og hætta á keisaraskurði. Keisaratíðni og framköllun fæðingar hjá konum í mikilli ofþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þegar umfram fituvefur er til staðar getur það haft truflandi áhrif á efnaskipta- og bólguferla í mörgum líffærakerfum á meðgöngu og þar með haft áhrif á fæðingarútkomu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl milli mikillar ofþyngdar og hættu á keisaraskurði. Einnig að athuga tíðni fylgikvilla á meðgöngu meðal kvenna í mikilli ofþyngd sem jafnframt geta verið ábendingar fyrir framköllun fæðingar.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn. Í rannsóknarhópnum voru allar einburafæðingar á Íslandi á árunum 2013-2020, alls 33.004 fæðingar. Notast var við kí-kvaðrat próf við samanburð á flokkabreytum og tvíkosta aðhvarfsgreiningu til að reikna gagnlíkindahlutfall.
    Niðurstöður: Keisaratíðni meðal kvenna með LÞS<40 (líkamsþyngdarstuðul) (n=28.199) var 15,9% og með LÞS≥40 (n=1.258) var 26,3%. Gagnlíkindahlutfall á að fæða með keisaraskurði ef kona var með LÞS≥40 var OR=1,89 (CI: 1,66-2,15, p<0,001) samanborið við konur með LÞS<40. Meðal kvenna í mikilli ofyngd, höfðu 52% þeirra einhvern þeirra algengustu fylgikvilla sem einnig geta verið ábending fyrir framköllun fæðingar. Meðal kvenna með LÞS<40 fæddu 13,8% (n=1.012) með bráðkeisara þar sem fæðing var framkölluð samanborið við 22,1% (n=109) meðal kvenna með LÞS≥40 (p<0,001).
    Ályktun: Konur í mikilli ofþyngd voru í aukinni hættu á að fæða með keisaraskurði og líklegri til að fæða með bráðakeisara ef fæðing var framkölluð samanborið við konur með LÞS<40. Meirihluti kvenna í mikilli ofþyngd var með a.m.k. einn af algengustu fylgikvillum sem einnig geta verið ábending fyrir framköllun fæðingar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að stuðla að heilbrigðum lífsstíl meðal kvenna á barneignaraldri, til að draga úr hættu á offitutengdum fylgikvillum á meðgöngu.

Samþykkt: 
  • 15.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerðThora2023 (1) (1) (1).pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing8.pdf508.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF