is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4427

Titill: 
  • Sálmælingaleg athugun á Kvarða varðandi hugmyndir um ábyrgð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ofurábyrgðarkennd hefur verið tengd við áráttu-þráhyggjuröskun í mörgum rannsóknum. Nánast ekkert hefur þó verið skoðað hvað veldur henni. Salkovskis og félagar (1999) settu fram fimmþátta líkan um upphaf ofurábyrgðarkenndar í bernskureynslu. Coles og Schofield (2008) prófuðu líkanið og fengu fram fjóra þætti, það er að þurfa að taka mikla ábyrgð, að vera ofverndaður, að fylgja ströngum reglum og að trúa því að maður hafi haft áhrif á óhapp. Tilgangur með þessari rannsókn er að prófa mælitæki Coles og Schofield, Kvarða varðandi hugmyndir um ábyrgð (Pathways to Inflated Responsibility Beliefs Scale, PIRBS) í íslensku þýði og kanna hvort tengsl mismunandi bernskureynslu við ofurábyrgðarkennd og áráttu og þráhyggju sem fram komu í rannsókn þeirra séu með svipuðum hætti hérlendis. Þátttakendur voru 150 háskólanemendur fengnir með hentugleikaúrtaki. Fjórir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur sem mátu kvíða og þunglyndi (HADS), viðhorf til ábyrgðar (RAS), einkenni áráttu-þráhyggju (OCI-R) og hugmyndir um ábyrgð (PIRBS). Stjórnað var fyrir kyni, aldri og þunglyndi og kvíða þegar athugað var hvort að PIRBS spáði fyrir um skor á RAS og OCI-R. Tilgáturnar voru tvær, tilgáta eitt var að því hærra sem skor á Kvarða varðandi hugmyndir um ábyrgð því sterkari væru viðhorf til ábyrgðar og tilgáta tvö var að því hærra sem skor á Kvarða varðandi hugmyndir um ábyrgð því fleiri væru einkenni áráttu-þráhyggju. Tilgáturnar voru studdar sem gefur til kynna að þetta séu réttmæt mælitæki til að meta áhrif ofurábyrgðarkenndar á viðhorf til ábyrgðar og einkenni áráttu-þráhyggju.

Samþykkt: 
  • 12.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PIRBS_fixed.pdf514.69 kBLokaðurHeildartextiPDF