is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44275

Titill: 
  • Innleiðing stafrænnar umbreytingar hjá fyrirtækjum á Íslandi : mikilvægi stuðnings við starfsfólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræða um stafræna umbreytingu hefur verið áberandi síðustu ár enda eru þær áskoranir sem fyrirtæki mæta vegna tæknibreytinga margar. Þörfin fyrir stafrænni umbreytingu er sífellt að aukast en hún getur talist nauðsynleg fyrir fyrirtæki til að haldast samkeppnishæf. Þessi þróun getur haft áhrif á starfsfólk fyrirtækja og því er mikilvægt að stjórnendur gleymi ekki að styðja við starfsfólk sitt.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að beina athyglinni að þeim áhrifum sem stafræn umbreyting hefur á starfsfólk og kanna hvað stjórnendur eigi að hafa í huga til að geta stutt við starfsfólk í umbreytingunni. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru tíu djúpviðtöl við einstaklinga sem leiða stafræna umbreytingu innan íslenskra fyrirtækja sem koma úr mismunandi atvinnugreinum. Niðurstöður sýndu að meðal þess sem stjórnendur ættu að hafa í huga væri að útskýra ástæður og ávinning stafrænu umbreytingarinnar vel fyrir starfsfólki en það væri lykilatriði fyrir þátttöku starfsfólks. Einnig ætti að bjóða upp á markvissa þjálfun og fræðslu á þeim stafrænu lausnum sem innleiddar eru og hjálpa starfsfólki að þróa hæfni sína. Gott utanumhald um starfsfólk ætti að stuðla að betri árangri stafrænnar umbreytingar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið nytsamlegar fyrir stjórnendur fyrirtækja sem ætla að hefja stafræna umbreytingu eða hafa hafið hana til þess að tryggja að hugað sé að þætti starfsfólks. Frekari rannsóknir gætu kannað hvernig starfsfólkið sjálft upplifir stafræna umbreytingu.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc. ritgerð - Ísabella Líf og Sigrún Birta.pdf633.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna