is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44276

Titill: 
  • Hjartsláttur hagkerfisins : ný nálgun til að meta verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði með leiðréttingu fyrir heildarálagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verðbólguvæntingar spila lykilþátt í starfsemi hagkerfisins þar sem þær eru einn af mikilvægustu áhrifaþáttum verðbólgu og nauðsynlegt fyrir seðlabanka að taka tillit til þeirra við ákvörðunartöku. Samt sem áður hafa verið gerðar fáar rannsóknir á verðbólguvæntingum á Íslandi og sérstaklega út frá íslenska skuldabréfamarkaðnum. Mikil umræða hefur skapast meðal hagfræðinga um marktækni mælikvarða á verðbólguvæntingar og þrátt fyrir mikilvægi þeirra eru þeir ekki á einu máli. Ritgerðin skiptist í tvennt, annars vegar í fræðilega umfjöllun og hins vegar í tölfræðirannsókn, þar sem mismunandi rannsóknarspurningar eru spurðar í hvorum hluta. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir mismunandi mælikvarða verðbólguvæntinga, niðurstöður spurningakannana til heimila, fyrirtækja og markaðsaðila annars vegar og verðbólguálag á skuldabréfamörkuðum hins vegar. Þar kemur í ljós að mælingar á verðbólguvæntingum út frá verðbólguálagi á skuldabréfamarkaðnum veitir peningastefnu tíðari og marktækari upplýsingar um verðbólguvæntingar hverju sinni. Markmið rannsóknarinnar er að finna út verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi á íslenskum skuldabréfamarkaði í umhverfi óþekktra breyta, verðbólguáhættuálagi og seljanleikaálagi. Niðurstöður tölfræðirannsóknarinnar bendir til þess að flöktið sem metið er með aðferð veldisvísa GARCH (e. exponential GARCH) er góð nálgunarbreyta á seljanleikaálagi. Verðbólguálagið er síðan leiðrétt fyrir seljanleika- og verðbólguáhættuálagi. Undirliggjandi verðbólguvæntingar eru síðan metnar út frá leiðréttu verðbólguálagi með aðferð ástandsrúms (e. state-space) og Kalman-síu. Niðurstöðurnar benda til þess að verðbólguálagið vanmat verðbólguvæntingar vegna aukins seljanleikaálags og ofmat verðbólguvæntingar vegna aukins verðbólguáhættuálags yfir ákveðin tímabil. Til þess að meta verðbólguvæntingar út frá verðbólguálaginu reynist nauðsynlegt að leiðrétta fyrir heildarálaginu.
    Lykilorð eru: verðbólguvæntingar, verðbólguálag, skuldabréfamarkaður, seljanleikaálag, verðbólguáhættuálag, ástandsrúm, kalman-sía, veldisvísa GARCH.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er unnin í samstarfi við Seðlabanka Íslands.
Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Birta-og-Hildur.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna